Iðunn - 01.06.1884, Síða 135
Eyjarskeggjar á Pitcairn. 197
rœkt, Hóttuðu hatta úr pálmaviðarblöðum, eða fóru á
fiskiveiðar. Konurnar sáu um matreiðslu, eða flétt-
uðu og ófu dúka úr trjátaugum. A kveldin var
brent kyndlum, er vóru kvistir af kvoðu-tré, er óx á
eynni. Engar vóru þar rúður í gluggum, enn mott-
ur vóru hengdar fyrir þá í óveðrum. Te var eigi annað
til enn það, er skipverjar höfðu með sér haft til
eyjarinnar, og var það eingöngu haft handa sjúk-
lingum. Kókosmjólk var drukkin á hátíðum. Úr
sykrreyrssafa var gerðr sœtr drykkr handa börnun-
um. Allir fóru snemma að hátta. Lása og slag-
branda þurfti eigi að hafa á Piteairn.
Svo liðu átján ár, og enginn hafði spurt til Kristj-
áns og félaga hans frá .Bounty’, og atburðir þeir
vóru liðnir mönnum úr minni. Adams bjóst eigi
við að sjá framar nokkurn mann af ættjörðu sinni.
Enn árið 1808 kom ameríkskt hvalveiðaskip til
Pitcairn. Skipverjar gengu upp á eyna og fundu
þar leiðarstein og stundaklukku, er þeir höfðu með
sér til menja. Seudi skipstjóri hluti þessa inni
ensku sjóliðsstjórn, enn því var eigi frekari gaumr
gefinn enn svo, að enn lióu sex ár, áðr Englend-
ingar gerðu út skip í sendiför til eyjarinnar. Adams
fiugði nú, að Englendingar mundu aldrei vitja þang-
að. Enn einn góðan veðrdag, er hann gekk upp á
klettinn, sá hann skip, er stefndi að eynni. það
var freigátan Briton’, er send hafði verið af ensku
stjórninni til Pitcairn til að fá fregnir um skipið
.Bounty’ og uppreistannenn. þeir vóru nú allir
fyrir löngu dauðir, nema Adams, og honum vóru
allar sakir upp gefnar, því að síðan 1789 vóru nú
liðin tuttugu og fimm ár, og sökin fyrnd. Adams
var nú fimmtugr að aldri, enn þrautir og áhyggjur