Iðunn - 01.06.1884, Page 155
Sagan af séra Hreini. ■ 217
nú að opna augun nokkuð seinlcga; loks leit hann
niðr fyrir sig.
Eitt augnablik sat liann svo alveg agudofa. Svo
lyfti hann upp titrandi höndunum og néri á sér aug-
un og horfði forviða á barnið, sem stóð rétt hjá
honum.
»Eiríkr minn!« kallaði hann svo upp yfir sig, tók
barnið í fang sér og faðmaði það að sér. »Eiríkr
minn—loksins! loksins!«—— Tárin streymdu af aug-
um hans; hann liuldi andlit sitt í inum gullnu lokk-
um sveinsins og grét eins og barn.
Eiríkr litli varð hálfsmeikr og hljóðaði upp yfir
sig.
»Hjartað mitt! Barnið mitt!« sagði gamli prestr-
inn og leit nú upp ; »þú ert Eiríkr minn; er það ekki?
Mig hefir dreymt — ljótan, óttalegan draum ! Mig
dreymdi þú værir orðinn fullorðinn og hefðir yfir-
gefið mig, veslings gamla föðr þinn, dauðvona. En
þ ú ert Eiríkr; er það ekki ? Talaðu—talaðu ! Láttu
mig heyra að þú sért ekki svipr, sem kominn er til
að gabba mig!«
»Ég heiti Eiríkr,« sagði barnið hikandi. »Ert þú
afi minni ?«
»A f i !«
Séra Hreinn sat augnablik þegjandi, hélt sinni
skjálfandi hendi á höfði barnsins og starði upp á
niyndina, sem hékk fyrir ofan arninn. — Jóhanna
hafði horft þegjandi á til þessa, en nú gékk hún
hægt til þeirra.
»Húsbóndi góðr,« sagði hún og lagði höndiua á öxl
honum. »|>etta er sonarsour yðar. Faðir lians
hefir sent yðr hann yfir Atlantshaf. þér sögðuð, að
Biríkr yðar kæmi í kvöld. Hér sendir drottinn yðr