Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Síða 16
8
hans síðan verða eytt og fengið öðrum. Siðan er lýst deil-
unum milli Egiptalands og Sýrlands, en Sýrlandskonungi
Antiokkusi Epifanes langnákvæmast. Við fall hans hefst
Messíasaröldin og dauðir rísa upp.
Erfikenningin telur rit þetta færl í letur af Daníel spá-
manni, er verið hafi uppi á dögum herleiðingarinnar. En
llestum eða nálega öllum biblíufræðingum nútimans mun
koma saman um, að bókin sje samin á Makkabeatímabilinu.
Færa þeir margt þvi til sönnunar, en einkum þó það, að
höfundur lýsir með mestri nákvæmni viðburðunum, sem
gerðust á dögum Antiokkusar Epifanesar, sem þó alt á að
vera fjarlægt honum, en er illa að sjer í sögu þeirra tíma,
sem hann er sagður að lifa á. Að vísu er nafn Antiokkusar
hvergi nefnt berum orðum, en lýsing höfundar á hinum
íláráða og grimma konungi og á hinu andstyggilega athæfi
hans gagnvart Gyðingum, er hann saurgar helgidóminn i
Jerúsalem, afnemur hina daglegu fórn og reisir þar viður-
stygð eyðingarinnar, er of greinileg til þess, að hún verði
misskilin. Alt bendir til þess, að þar sje lýsing á samtíma-
viðburðum, að höfundur ritsins hafi lifað á dögum Antiokk-
usar og skrifað ritið eftir að Sevsaltarið hafði verið reist á
brennifórnaraltarinu í helgidóminum árið 168 f. Krists fæð-
ingu. l3að nefnir ritið viðurslygð eyðingarinnar. Hvenær
bókin sje samin eftir þann atburð, kemur mönnum ekki
fyllilega saman um. Sumir telja það ritað 167, en ílestir
munu hallast að árunum 165 eða 161. Ætla þeir, að í 8, 14.
sje vikið að hreinsun musterisins eða vigsluhálíð þeirri, sem
Júdas Makkabeus Ijet framkvæma. Hún fór fram í desem-
her 165. En Anliokkus konungur deyr 164. Fyrir þann tíma
lilýtur hókin að vera rituð, því að auðsjeð er, að höfundinum
eru ekki jafnljósir síðustu viðburðirnir, rjett áður en Anti-
okkus fellur, nje dauði hans, eins og það, sem á undan er
gengið.
A hinum miklu neyðartimum ritar höfundur bókina i
þeim ákveðna tilgangi, að hugga og styrkja Gyðinga í hinni
hörðu baráltu fyrir trú þeirra og frelsi. Býr hann efni sitt í
sögulegan búning, til þess að sýna mönnum fram á, að
dramb sje falli næst, og óhætt sje að treysta guði Israels,
þar eð honum sje máttugt að hjálpa hverjum þeim, er hon-
um sje trúr. Það ríði á að vera hughraustur i hörmungun-
um miklu. Hjálpin komi, þegar neyðin sje mest. Þjóðin
niuni frelsuð verða, »allir þeir, sem skráðir fmnast i bók-