Hugur - 01.01.1988, Side 7
MIKAEL M. KARLSSON
ÞUNGIR ÞANKAR
- UM AFLFRÆÐIARISTÓTELESAR1
I
Saga vísindanna er því miður oft sögð þannig: í upphafi voru
Grikkir. Þeir veltu vöngum yfir tilurð heimsins, af hvaða
frumefnum hann væri gerður, hvernig himnarnir væru
byggðir upp og hvaða kraftar hreyfðu himintunglin. Illu heilli
hvarflaði aldrei að þeim að reyna kenningar sínar með at-
hugun, eða prófa þær með tilraunum. Þess vegna urðu kenn-
ingar þeirra aldrei annað en heimspekilegar vangaveltur.
Aristóteles er iðulega nefndur sem dæmi um slíkan vangaveltu-
mann.2
Samkvæmt þessari söguskoðun urðu tilraunavísindin til á
endurreisnartímabilinu, þegar náttúruspekingum datt loks í
hug að reyna kenningar sínar með athugun og prófa þær með
skipulegum tilraunum. Hér er Galfleó gjaman tekinn sem lýs-
1 Þessi grein var samin upphaflega sem fyrirlestur sem fluttur var á
málþingi „Náttúruspeki Newtons - 300 ára“. Málþingið var haldið á
vegum Eðlisfræðifélags íslands og Félags áhugamanna um heimspeki í
Norræna húsinu í Reykjavík 29. nóvember 1987 í tilefni 300 ára
afmælis fyrstu útgáfu Nátturuspeki Isaacs Newton, eða Philosophiæ
Naturalis Principia Mathematica, en hún kom út í Lundúnum árið
1687. Þetta skýrir hvers vegna vísað er fyrirvaralaust til Newtons í
grein, sem fjallar fyrst og fremst um Aristóteles. Ég leyni því ekki í
prentaðri útgáfu textans að hann var upphaflega saminn sem
fyrirlestur, sem kemur meðal annars fram í því að víða er
viðfangsefnið einfaldað fyrir áheyrendur. Af þeim fjölmörgu sem hafa
veitt mer aðstoð vil ég einkum þakka Sigurði Steinþórssyni, Sigurði
Júlíusi Grétarssyni, og Eyjófi Kjalari Emilssyni fyrir ómetanlega
þýðingarhjálp og Loga Gunnarssyni, Gerald Massey, Gunnari
Harðarsyni og Sigurði Júlíusi Grétarssyni fyrir góða gagnrýni og
uppbyggilegar athugasemdir.
2 Samkvæmt þessari söguskoðun hafa hugmyndir Grikkja, og sér í lagi
verk Aristótelesar, orðið til þess fyrst og fremst að hindra framgang
vísindanna. Um þetta efni er haft eftir Bertrand Russell, einum
skarpskyggnasta - en jafnframt ósanngjarnasta - rithöfundi á enska
tungu, að Aristóteles hafi verið „meðal mestu óhappamanna mann-
kynsins.“