Hugur - 01.01.1988, Síða 7

Hugur - 01.01.1988, Síða 7
MIKAEL M. KARLSSON ÞUNGIR ÞANKAR - UM AFLFRÆÐIARISTÓTELESAR1 I Saga vísindanna er því miður oft sögð þannig: í upphafi voru Grikkir. Þeir veltu vöngum yfir tilurð heimsins, af hvaða frumefnum hann væri gerður, hvernig himnarnir væru byggðir upp og hvaða kraftar hreyfðu himintunglin. Illu heilli hvarflaði aldrei að þeim að reyna kenningar sínar með at- hugun, eða prófa þær með tilraunum. Þess vegna urðu kenn- ingar þeirra aldrei annað en heimspekilegar vangaveltur. Aristóteles er iðulega nefndur sem dæmi um slíkan vangaveltu- mann.2 Samkvæmt þessari söguskoðun urðu tilraunavísindin til á endurreisnartímabilinu, þegar náttúruspekingum datt loks í hug að reyna kenningar sínar með athugun og prófa þær með skipulegum tilraunum. Hér er Galfleó gjaman tekinn sem lýs- 1 Þessi grein var samin upphaflega sem fyrirlestur sem fluttur var á málþingi „Náttúruspeki Newtons - 300 ára“. Málþingið var haldið á vegum Eðlisfræðifélags íslands og Félags áhugamanna um heimspeki í Norræna húsinu í Reykjavík 29. nóvember 1987 í tilefni 300 ára afmælis fyrstu útgáfu Nátturuspeki Isaacs Newton, eða Philosophiæ Naturalis Principia Mathematica, en hún kom út í Lundúnum árið 1687. Þetta skýrir hvers vegna vísað er fyrirvaralaust til Newtons í grein, sem fjallar fyrst og fremst um Aristóteles. Ég leyni því ekki í prentaðri útgáfu textans að hann var upphaflega saminn sem fyrirlestur, sem kemur meðal annars fram í því að víða er viðfangsefnið einfaldað fyrir áheyrendur. Af þeim fjölmörgu sem hafa veitt mer aðstoð vil ég einkum þakka Sigurði Steinþórssyni, Sigurði Júlíusi Grétarssyni, og Eyjófi Kjalari Emilssyni fyrir ómetanlega þýðingarhjálp og Loga Gunnarssyni, Gerald Massey, Gunnari Harðarsyni og Sigurði Júlíusi Grétarssyni fyrir góða gagnrýni og uppbyggilegar athugasemdir. 2 Samkvæmt þessari söguskoðun hafa hugmyndir Grikkja, og sér í lagi verk Aristótelesar, orðið til þess fyrst og fremst að hindra framgang vísindanna. Um þetta efni er haft eftir Bertrand Russell, einum skarpskyggnasta - en jafnframt ósanngjarnasta - rithöfundi á enska tungu, að Aristóteles hafi verið „meðal mestu óhappamanna mann- kynsins.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.