Hugur - 01.01.1988, Page 8
ÞUNGIR ÞANKAR
HUGUR
andi dæmi: Hann rannsakaði himinhvelin gegnum sjónauka
sinn, á meðan hinir aristótelísku prófessorar töldu slíkt athæfi
fyrir neðan virðingu sína og kusu að ákveða það sitjandi í hæg-
indastólum hvernig alheimurinn hlyti að vera. Hann reyndi
kenningar sínar með því að láta hluti falla úr skakka tuminum í
Pisa og afsannaði þannig lýsingu Aristótelesar á falli hluta. Og
hann mældi hröðun með því að láta kúlur velta niður skáflöt.
Nú á dögum mundi enginn alvarlegur vísindasagnfræðingur
lýsa upphafi vísindanna þannig. Að minnsta kosti vona ég að
svo sé ekki. Hins vegar prýðir þessi úrelti söguskilningur iðu-
lega inngangskafla kennslubóka í raunvísindum, og nær þannig
til miklu fleiri, og hefur meiri áhrif, en nokkurt lærdómsrit í
vísindasögu er líklegt til að gera.
Sannleikskjaminn í þessari útgáfu af sögu vísindanna - því í
henni er óneitanlega sannleikskjami - er svo smár að hann
týnist að verulegu leyti í þoku falsana og rangfærslna. Mörgum
þykir hún þó sennileg vegna þess hve lítið þeir vita um
vísindasögu, og vegna hleypidóma þeirra um vísindi og heim-
speki. í ýmsum atriðum er þessi saga raunar komin frá Galíleó
sjálfum. Hann var fjarri því að segja hlutlaust frá sögu vísinda
og var jafnvel enn duglegri sem áróðurs- og auglýsingamaður
um eigið ágæti en sem vísindamaður. Vegna þessarar sögu-
skoðunar hafa margir misst sjónar á framlagi Aristótelesar og
annarra fomgrískra snillinga til nútímavísinda.3
II
Hreyfing og breyting - kinesis - heilluðu Grikki. Þegar
Aristóteles fæddist, 384 ámm f. Kr., höfðu grískir hugsuðir
velt fyrir sér eðli hreyfingar og breytingar í ein 250 ár, og
orðið talsvert ágengt. Við rannsóknir sínar beittu þeir gagn-
rýninni hugsun af því tagi sem ævinlega hefur einkennt vísindi
^ Gerald Massey hefur réttilega bent mér á að menn viðurkenna oft að
Aristóteles hafi skoðað náttúruna af skarpskyggni og safnað um hana
ýmsum nytsamlegum upplýsingum. En þetta þýðir ekki að Aristóteles
hafi verið vísindamaður í nútímaskilningi, maður sem reyndi kenningar
sínar með athugun eða prófaði þær með tilraunum. Þannig fordæma
þeir hann sem staðreyndasafnara, en ekki sem eintóman vangaveltu-
mann. í greininni andmæli ég báðum þessum skoðunum.
6