Hugur - 01.01.1988, Síða 8

Hugur - 01.01.1988, Síða 8
ÞUNGIR ÞANKAR HUGUR andi dæmi: Hann rannsakaði himinhvelin gegnum sjónauka sinn, á meðan hinir aristótelísku prófessorar töldu slíkt athæfi fyrir neðan virðingu sína og kusu að ákveða það sitjandi í hæg- indastólum hvernig alheimurinn hlyti að vera. Hann reyndi kenningar sínar með því að láta hluti falla úr skakka tuminum í Pisa og afsannaði þannig lýsingu Aristótelesar á falli hluta. Og hann mældi hröðun með því að láta kúlur velta niður skáflöt. Nú á dögum mundi enginn alvarlegur vísindasagnfræðingur lýsa upphafi vísindanna þannig. Að minnsta kosti vona ég að svo sé ekki. Hins vegar prýðir þessi úrelti söguskilningur iðu- lega inngangskafla kennslubóka í raunvísindum, og nær þannig til miklu fleiri, og hefur meiri áhrif, en nokkurt lærdómsrit í vísindasögu er líklegt til að gera. Sannleikskjaminn í þessari útgáfu af sögu vísindanna - því í henni er óneitanlega sannleikskjami - er svo smár að hann týnist að verulegu leyti í þoku falsana og rangfærslna. Mörgum þykir hún þó sennileg vegna þess hve lítið þeir vita um vísindasögu, og vegna hleypidóma þeirra um vísindi og heim- speki. í ýmsum atriðum er þessi saga raunar komin frá Galíleó sjálfum. Hann var fjarri því að segja hlutlaust frá sögu vísinda og var jafnvel enn duglegri sem áróðurs- og auglýsingamaður um eigið ágæti en sem vísindamaður. Vegna þessarar sögu- skoðunar hafa margir misst sjónar á framlagi Aristótelesar og annarra fomgrískra snillinga til nútímavísinda.3 II Hreyfing og breyting - kinesis - heilluðu Grikki. Þegar Aristóteles fæddist, 384 ámm f. Kr., höfðu grískir hugsuðir velt fyrir sér eðli hreyfingar og breytingar í ein 250 ár, og orðið talsvert ágengt. Við rannsóknir sínar beittu þeir gagn- rýninni hugsun af því tagi sem ævinlega hefur einkennt vísindi ^ Gerald Massey hefur réttilega bent mér á að menn viðurkenna oft að Aristóteles hafi skoðað náttúruna af skarpskyggni og safnað um hana ýmsum nytsamlegum upplýsingum. En þetta þýðir ekki að Aristóteles hafi verið vísindamaður í nútímaskilningi, maður sem reyndi kenningar sínar með athugun eða prófaði þær með tilraunum. Þannig fordæma þeir hann sem staðreyndasafnara, en ekki sem eintóman vangaveltu- mann. í greininni andmæli ég báðum þessum skoðunum. 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.