Hugur - 01.01.1988, Qupperneq 35
HUGUR ___ __________________ATLI HARÐARSON
EINSTAKLINGAR FJÖLSTÆÐUR
TÍMANLEGIR sértækir
hlutstæðir menn, dýr, (alburðir)
EILÍFIR sértækir tölur, mengi eiginlcikar, vensl
hlutstæðir (guð?)
Við höfum nú séð hvemig hægt er að setja fram ýmiss konar
verufræðilega flokkun á því sem til er. Aður en við skiptum
því sem til er í flokka þá verðum við að hafa einhverja
hugmynd um hvað er til. Hið fyrsta viðfangsefni verufræð-
innar er því að svara spumingum um hvað er til. Þeim spum-
ingum verður auðvitað aðeins svarað með því að tína til þá
flokka hluta sem til eru. Spumingar um það hvað er til og
hvaða flokkar hluta em til koma því víst hvor á undan annarri
eins og hænan og eggið.
Um það hvað er til hafa auðvitað verið uppi ótal ólíkar
skoðanir. Þannig halda sumir því fram (til dæmis R. M.
Chisholm3) að tímanlegir hlutir á borð við atburði, skyn-
reyndir, skugga, landamæri og útlínur séu ekki til. Aðrir (til
dæmis Georg Berkeley og G.W. Leibniz) hafa haldið því fram
að einstaklingar séu af tvennu tagi; hugmyndir og hugir. Sumir
(eins og til dærnis Bertrand Russell og George Moore4) hafa
haldið fram tilvist skynreynda og nú nýlega hefur Donald
Davidson5 reynt að færa rök að því að til séu einstakir atburðir
3 Sjá t.d. Chisholm, R.M: Person and Object, (Allen & Unwin: London,
1976) kafla I, 8 og IV, 1-5. 11, 8 rökstyður hann að skynreyndir séu
ekki til. Hann hefur fjallað mun ítarlegar um það efni í Perceiving - A
Philosopbical Study, (Cornell University Press: Ithaca, 1957). I
Person and Object IV, 1-5 fjallar Chisholm um atburði. Um tilvistar-
leysi skugga landamæra og útlína hefur hann fjallað nokkuð í fyrir-
lestrum sem mér vitanlega eru ekki til á prenti.
4 Sjá t.d. G.E. Moore: Some Main Problems of Philosophy, (Fyrirlestr-
ar 1910-1911, Allen & Unwin: London, 1953) og Bertrand Russell:
Problems of Philosophy, (Oxford University Press: Oxford, 1912).
5 Sjá Donald Davidson: „Events as Particulars" í Essays on Actions and
Events, (Oxford University Press: Oxford/N.Y., 1980).
33