Hugur - 01.01.1988, Síða 52

Hugur - 01.01.1988, Síða 52
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIÐ HUGUR heimspekingar sem mesta áherslu hafa lagt á að gera sið- ferðilegar hugsjónir að veruleika hafa ekki komið úr röðum siðfræðinga. Mér detta sérstaklega í hug þeir ólíku en andlega skyldu hugsuðir Karl Marx og Jean-Paul Sartre. Báðir réðust þeir harkalega að ríkjandi hugsunarhætti í siðfræði. Hvor með sínum hætti töldu þeir að heimspekin hefði vanrækt hin raun- verulegu vandamál sem að manneskjunni steðja og einblínt á tiltekin fræðileg úrlausnarefni sem flestum komi lítið við. Heimspekin yrði að tengjast kjörum manna og hlutskipti með allt öðrum hætti ef hið siðferðilega hlutverk hennar ætti að ná fram að ganga. En hvað er átt við þegar sagt er að eiginlegt markmið sið- fræðinnar hafi gleymst í meðförum siðfræðinga á síðari tím- um? Mér sýnist að hér sé einkum um tvö nátengd atriði að ræða. í fyrsta lagi varðar þessi ásökun innihald siðfræðilegrar umræðu, sem hefur að verulegu leyti snúist um merkingar- greiningu siðfræðilegra hugtaka annars vegar og um fræðilega réttlætingu sértækra lögmála og hugmynda hins vegar. Gagn- rýnin beinist hér einkum að því hve siðfræðin hefur fjarlægst sjálft viðfangsefnið, sem er mannlegt. siðferði eins og það snýr við einstaklingnum í daglegu lífi. I öðru lagi beinist ádeilan á siðfræðina að forsendum siðfræðilegrar umræðu af þessu tagi. Sú siðfræði sem lætur sér nægja að greina merkingu siðferðis- orða og stöðu siðareglna virðist ganga út frá því að samfélagið sé þegar vettvangur eiginlegs siðgæðis. Greining slíkrar sið- fræði beinist eingöngu að einstökum atriðum innan ríkjandi siðferðis en ekki að raunverulegum skilyrðum siðferðilegs lífs. Frá þessu sjónarmiði séð snýst gagnrýnin á siðfræðina einkum um það að hún sé yfirborðsleg og grafist ekki fyrir um rót hins raunverulega vanda, sem er það margvíslega ranglæti og ofbeldi sem viðgengst daglega. Sennilega hefur harðasta gagnrýnin af þessu tagi komið úr röðurn existensíalista og marxista. Sartre og aðrir existensíal- istar horfa einkum á tengsl siðfræðinnar við líf og reynslu ein- staklingsins. Hér er gengið útfrá þeirri meginforsendu að það séu lifandi manneskjur í raunverulegum aðstæðum sem mynda uppistöður alls siðferðis. I þeim aðstæðum eru það ákvarðanir og athafnir einstaklingsins sem máli skipta og hvorki viðteknar 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.