Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 65
HUGUR
VILHJÁLMUR ÁRNASON
fölsku vitundar sem það hefur um sjálft sig og aðstæður sínar,
rísa upp gegn ríkjandi skipulagi og skapa nýjan heim.
Það virðist vera ljóst að þetta viðhorf sneiði hjá þeim
vandamálum sem hrjá tilvistarheimspekina og skapast
óhjákvæmilega í því skarði verðmæta sem Guð skilur eftir sig í
heimsmynd hennar.16 Hér er þvert á móti gengið út frá því að
hlutlæg viðmiðun siðferðilegrar breytni sé fyrir hendi og að
hægt sé að leiða mönnum hana fyrir sjónir á vísindalegan hátt.
En mælikvarðinn er hlutlægur og vísindin áreiðanleg einmitt
vegna þess að hinn „sögulegi útreikningur", eins og Marcuse
orðar það, beinist að efnislegum aðstæðum, þ.e. að „tæknileg-
um og efnahagslegum framförum“ sem lagðar eru að jöfnu við
„mannlegar framfarir“, eins og frelsi og fullnægingu raun-
vemlegra þarfa.
Líkt og hjá tilvistarstefnunni stangast þessi hugsjón marx-
ismans á við siðferðilega hefð. Það em sett fram boð um að
breyta heiminum og frelsa mannkynið en siðferðileg bönn sem
standa vörð um hefðbundin verðmæti em sett til hliðar á
meðan. Byltingarstarf skeytir ekki um eignarétt, helgi lífsins
eða sjálfsákvörðunarrétt þjóða, enda standa slíkar reglur frem-
ur vörð um afmarkaða stéttarhagsmuni en sammannleg verð-
mæti að mati marxista. Þeirri ásökun er því oft beint gegn sið-
fræði marxismans að þar helgi tilgangurinn tækin og allt sé
leyfilegt í því skyni að koma framtíðarþjóðfélaginu á. Þessari
gagnrýni er yfirleitt svarað á þann veg að það sé eitt einkenni
borgaralegrar siðfræði að gera skarpan greinarmun tilgangs og
tækja; þau séu álitin góð eða ill í sjálfu sér, einangruð frá
sögulegri framvindu og mannlegu samlífi yfirleitt. í þessum
anda skrifar Brynjólfur Bjamason: „Frá sjónarmiði mannlegs
samlífs er ekki hægt að gefa tækinu eða tilganginum sið-
ferðisverðmæti hvoru út af fyrir sig. Það er enginn tilgangur
til, sem ekki er jafnframt tæki því að í mannlegri framvindu er
ekki hægt að miða við neitt lokatakmark.1*17 Siðfræði, sem
leggur blátt bann við öllu ofbeldi, getur á sinn hátt átt þátt í því
16 Um þetta efni hef ég fjallað sérstaklega í greininni „Um Guð og góða
siði“, Orðið (1. tbl, 1985), bls. 39-41.
17 Brynjólfur Bjarnason, „Gott og illt,“ Forn og ný vandamál (Heims-
kringla: Reykjavík, 1954), bls. 122-123n.
63