Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 66
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIP
HUGUR
að viðhalda leyndri kúgun og duldu ofbeldi og verið þannig
fjandsamlegri mannlegu lífi heldur en siðfræði sem gerir sér
grein fyrir því að ofbeldi sé óhjákvæmilegt við tilteknar
aðstæður. í þessum heimi hefur enginn óflekkaðar hendur; það
sem gildir er að velja þá leið sem liggur til frelsisins.
Þetta er tvíbentur málflutningur. Engin réttnefnd siðfræði
réttlætir ofbeldi, því hún hlýtur að fela í sér hugsjón um
andstæðu þess. Það breytir þó auðvitað ekki því að siðfræðin
segir mönnum ekki fyrir verkum heldur er þeim einungis til
viðmiðunar í ákvörðunum og athöfnum daglegs lífs. Fólk getur
þurft að grípa^il örþrifaráða til þess að standa vörð um rétt
sinn en það er meginmunur á því að beita valdi sér til vamar og
hinu að beita ofbeldi einhverjum málstað til framdráttar.
Megingallinn á hinu marxíska viðhorfi er að það viðurkennir
ekki þennan greinarmun og treystir ekki venjulegu fólki til að
taka ákvarðanir um eigin málefni, heldur verður fræðileg
kenning og byltingarstarf að leiðá það í allan sannleika. Fólk er
ekki bara óábyrgt, huglaust og latt, eins og tilvistarsinnar halda
iðulega fram, heldur hefur það falska vitund um sjálft sig og
aðstæður sínar, enda bundið á þægindabás neyslusamfélagsins.
Þess vegna verður að féíða það frá villu síns vegar og skapa
handa því betri heirp með öllum tiltækum ráðum. Þegar blekk-
ingarhulunni hefur þannig verið svipt frá augum fólks verður
það fyrst fært um að sjá hvað því er fyrir bestu.
Meginvandinn sem skapast af þessu viðhorfi er að vissu leyti
öndverður við þann sem ég tengdi tilvistarstefnunni. í stað þess
að lýsa því yfir að lífið hafi enga merkingu aðra en þá sem við
kjósum, er því haldið fram að hægt sé að komast að hinni einu
og sönnu merkingu tilverunnar með gagnrýninni vísindalegri
greiningu á þjóðfélaginu. í stað siðferðilegrar sjálfdæmis-
hyggju gætir því sterkrar tilhneigingar til siðferðilegrar for-
ræðishyggju, sem gengur út frá því að tiltekið fræðilegt sjón-
arhom hafi forgang við frelsun mannkynsins; það sjónarhom
eitt sé hafið yfir „hugmyndafræðilega dulúð kapitalísks vem-
leika“, svo notað sé orðalag marxista. Undir þessu sjónarhomi
einu sjáum við veruleikann eins og hann er en ekki eins og hann
sýnist vera. Þetta sjónarmið er óaðskiljanlegt frá þeirri for-
sendu að títtnefndar efnahagslegar aðstæður séu sá gmnnur
64