Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 69

Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 69
HUGUR VILHJÁLMUR ÁRNASON velja einir og óstuddir. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því, sem er mikilvægast í þessu dæmi, að valið er erfitt vegna þess að það eru mikilvæg raunveruleg verðmæti í húfi og að vænlegasta leiðin til þess að auðvelda nemandanum valið er að ræða við hann um þessa valkosti, hjálpa honum að hugsa málið án þess að taka af honum ráðin. Sartre er svo umhugað um frelsun (liberation) mannsins að hann sér ekki þá umhugsun (deliberation) sem er nauðsynlegur farvegur hennar. Nú held ég að það sé augljóst að heimspekilegar siðfræði- kenningar hafa aldrei átt mikil ítök í breytni fólks. Bókleg sið- fræði gerir engan mann að siðferðisveru, heldur læram við leikreglur siðferðisins í uppeldinu, þar sem allur andlegur að- búnaður, gott fordæmi og uppbyggilegar samræður, frásagnir eða myndefni, skipta mestu máli. Góðar ömmur hafa án efa lagt drýgri skerf til dygðugs lífemis en lærðir siðfræðingar.19 Þetta vita heimspekingar mætavel. Þannig hefur Þorsteinn Gylfason sagt að ekki hafi mannkynið „þurft neina siðfræði til að búa við siðferði og framfylgja því eftir föngum," og Páll Skúlason tekur undir þetta er hann skrifar: „í rauninni hefur mannfólkið komist bærilega af án nokkurrar skipulegrar siðfræðiiðkunar og það er heldur engin trygging fyrir „góðu siðferði" að fólk hafi lagt stund á siðfræði.“20 Ég get að vísu ekki fallist á það viðhorf að við höfum komist bærilega af í siðferðilegum efnum og framfylgt siðferðinu eftir föngum en látum það liggja milli hluta. Hitt er athyglisvert að þrátt fyrir þetta leggja báðir þessir menn kapp á að auka siðfræðikennslu jafnt í háskólanum sem annars staðar og það af öðrum ástæðum en þeim að auka atvinnumöguleika heimspekinga. Líkast til telja þeir þetta brýnt vegna þess hve menn hefðu gott af því að rökræða forsendur skoðana sinna og hve margt gott það gæti haft í för með sér þegar Siðfræði Nikómakkosar væri orðin skyldulesefni í skól- um og samræður manna í samfélaginu tækju jafnan mið af því 19 Um siðferðilegt hlutverk „ömmunnar“ spannst skemmtileg umræða í Gamla Lundi á Akureyri. Ég vil þakka áheyrendum mínum þar fyrir sérstaklega gagnlegar ábendingar. 20 Þorsteinn Gylfason, Líknardráp (Háskóli íslands: fjölrit, 1981), bls. 2. Páll Skúlason, Pælingar (Ergo: Reykjavík, 1987), bls. 197. Stuttu síðar bætir Páll við: „Eiginleg siðfræði er rökræða um siðferði.“ 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.