Hugur - 01.01.1988, Page 70
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIÐ
HUGUR
sem manninum er fyrir bestu. Þótt menn hafi fengið gott sið-
ferðilegt uppeldi þá á heimspekileg siðfræði - og sérstaklega
skynsamlegar samræður um siðferðileg efni - að auðvelda
þeim að greina siðferðileg viðfangsefni og leysa þau á farsælan
hátt.
Ábendingin sem í þessu felst er sú að það sem við þurfum á
að halda eru ekki fleiri eða annars konar siðfræðikenningar
heldur meiri og annars konar siðferðileg umræða. Við þörfn-
umst að vísu hógværari siðfræði sem gerir sér grein fyrir stöðu
sinni og takmörkunum. En einkum og sérílagi þarf siðfræðin
að taka mið af því að raunverulegt form siðferðilegrar orð-
ræðu er ekki einræða samviskunnar við sjálfa sig og siðaregl-
umar, heldur samræða manna í tilteknum aðstæðum um til-
tekin úrlausnarefni. Þar hlýtur siðfræðin alltaf að hefjast og
þangað hlýtur hún ávallt að hverfa. Reglur og forskriftir sið-
fræðinnar geta í besta falli verið til áminningar og viðmiðunar
í rökræðum manna um siðferðileg efni, efni sem em í senn per-
sónuleg og félagsleg en em ekki fræðileg sem slík. Það sem
skiptir meginmáli í öllum slíkum samræðum er hvemig að
þeim er staðið, hvort menn em einlægir og hlýða skynsam-
legum rökum eða beita ofbeldi og óheilindum af einhverju tagi.
Útfrá þessu sjónarmiði em kröfur existensíalismans og marx-
ismans ákaflega mikilvægar. Forsenda siðferðilegrar orðræðu
er persónuleg ábyrgð og heilindi allra þátttakenda og hún
krefst þess jafnframt að tekið sé á viðfangsefninu á gagnrýnan
hátt í Ijósi félagslegra og sögulegra aðstæðna.
Viðfangsefni siðfræðinnar em mannleg samskipti og þau
eiga sér yfirleitt stað í formi samræðna í víðum skilningi þess
orðs. Eitt það mikilvægasta sem okkur er gefið umfram aðrar
lífvemr er tungumálið og í því felst hæfileikinn til þess ræða
mál okkar og ráða þeim réttlátlega til lykta. Óréttlæti og
spilling hvers konar nærist ekki síst á því að málefni em ekki
dregin fram og rædd fyrir opnum tjöldum. Mjög mörg þeirra
vandamála sem við stöndum frammi fyrir í lífinu, hvort heldur
er á heimili, á vinnustað eða annars staðar á vettvangi dagsins,
em þess eðlis að þau verða ekki leyst nema með því að fólk
ræði saman í einlægni og af hreinskilni. Þetta á auðvitað ekki
síður við á opinberum og alþjóðlegum vettvangi, svo sem í
68