Hugur - 01.01.1988, Síða 77
HUGUR
VILHJÁLMUR ÁRNASON
vettvangi er yfirleitt um það að ræða að komast að niðurstöðum
undir sjónarhomi heildarinnar og meta málefni í ljósi mann-
réttinda og mikilvægra félagslegra markmiða. í einkalífinu er
fremur um það að ræða að auðvelda tilteknum einstaklingi að
leysa úr siðferðilegum vanda, leitast við að skilja hann og ráða
honum heilt ef mögulegt er. Samræður auðvelda mönnum oft
að sjá betur hvað skiptir máli, því oft festast menn í eins konar
rörsýn og einblína á eina hlið. Með þessu móti getur vinur, til
dæmis, þjónað sem prófsteinn á siðferðilega umhugsun eða
verið einfaldlega sá sem gott er að létta á hjarta sínu við.
Þessi mikilvægi þáttur mannlegra samskipta hefur verið
vanræktur í heimspekilegri siðfræði, sem lagt hefur ofur-
áherslu á rökfærslur og réttlætingu og misst sjónar á þeirri sið-
ferðilegu skynsemi sem birtist blátt áfram í persónulegri hlýju
og umhyggju. Ekki er að sjá að samræðusniliingurinn Sókrates
hafi lagt rækt við einkalíf sitt. Sú mynd sem dregin er upp af
mönnum í heimspekilegri siðfræði, sýnir þá ýmist sem borgara
í rökræðum á opinberum vettvangi eða sem einstaklinga í ein-
rúmi með siðferðileg vandamál. Ekki bætti tilvistarsiðfræðin
úr skák með þeirri mynd sem hún dregur upp af einmanalegri
og röklausri ákvörðun mannsins. Persónuleg samræðusiðfræði
sér mikilvægi samræðna ekki fyrst og fremst útfrá rökræðu-
hliðinni, eins og óhjákvæmilegt er á opinberum vettvangi,
heldur frá sjónarmiði gagnkvæms skilnings og umhyggju.29
Hvort sem um er að ræða samræður á opinberum vettvangi
eða í einkalífi má eftir sem áður segja að um frelsið sé að tefla í
báðum tilvikum. Annars vegar er það félagslegt frelsi sem
tryggt er með réttlátu þjóðfélagi og hins vegar sálfræðilegt
frelsi sem eflist með einlægum tjáskiptum. Hið fyrra hefur þó
einkum að gera með skilyrði þess að einstaklingar geti fært sér
frelsi sitt í nyt, leikregiur samfélagsins, en hið síðara varðar
29 Um muninn á siðfræði einkalífs og opinberu siðferði sjá áhugaverða
umfjöllun hjá Seyla Benhabib, Crítique, Norm and Utopia. A Study of
the Foundations of Crítical Theory (Columbia University Press: New
York, 1986), 8. kafla „Toward a Communicative Ethic and Auto-
nomy“. Sjá einnig um skyld atriði, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, „Hef-
ur félagsleg staða áhrif á siðgæðisþroska kvenna?“. Samfélagstíðindi
(1986), bls. 114-137.
75