Hugur - 01.01.1988, Page 78
SIÐFRÆÐIN OG MANNLIFIÐ
HUGUR
þroska einstaklingsins sem skiptir sköpum um það hvemig
hann færir sér lífsmöguleika sína í nyt. Þegar allt kemur til alls
er þó nær ókleift að draga skýr mörk á milli þessa tvenns.
Lausn undan „innri“ hömlum sálarlífsins og persónuþroski er
að verulegu leyti háð frelsun undan þeim „ytri“ félagslegu
þvingunum og reglum sem ekki verða varin með skynsam-
legum rökum. Frá útópísku sjónarmiði, þar sem hugsjónin um
bræðralag er áleitnari er réttlætið, haldast því sjálfræði ein-
staklingsins og frelsun samfélagsins óhjákvæmilega í hendur.30
Samræðusiðfræði hlýtur því að krefjast einlægni og ábyrgðar
hvers einstaklings ekki síður en beittrar gagnrýni á þau félags-
legu öfl, efnahagsleg eða önnur, sem standa óþvingaðri um-
ræðu og þarmeð góðu mannlífi fyrir þrifum.
IX
Mér sýnist að samræðusiðfræðin hafi það fram yfir siðfræði
sem sett er fram í einræðuformi - og gildir þá einu hvort hún
er af ætt reglusiðfræði eða þroskasiðfræði - að hún tengist
betur lífinu eins og við lifum því. Og sannarlega er kominn
tími til að tengja. Ein leið til þess væri til dæmis að draga
ályktanir útfrá því sem sagt hefur verið hér að framan um sið-
fræðilega menntun eða uppeldi. í þessu viðfangi vil ég aðeins
nefna tvennt sérstaklega. í fyrsta lagi að það ætti að vera sjálf-
sagður hluti af almennri grunnmenntun að venja böm á að
ræða saman um samskiptamál sín þegar þau koma upp og leiða
þau réttlátlega til lykta. Það þyrfti líka, bæði í skólum og á
heimilum, að æfa bömin í að tjá sig um líðan sína og til-
finningar. Slík rökleg og tilfinningaleg tjáskipti em ákjósanleg
leið til þess að örva siðgæðisþroska nemenda og þjálfun í að
leysa raunvemleg lífsverkefni. Með þessu móti kynnast bömin
ekki siðferðinu bara í formi boða og banna heldur lærist þeim
að meta þau raunvemlegu verðmæti sem að baki búa. í öðm
lagi þarf að huga sérstaklega að siðferðilegri menntun allra
30 Habermas segir þessa hugmynd hafa verið leiðarhnoðað f gagnrýninni
kenningu um samfélagið, „Moral Development and Ego Identity," bls.
71. Sjá einnig grein mína „Hvað eru gagnrýnin félagsvísindi? Tilbrigði
við stef úr sögu Frankfurtarskólans", Samfélagstíðindi (1986), bls. 5-
33.
76