Hugur - 01.01.1988, Page 82
HUGMYND MÍN UM HEIMSPEKI
HUGUR
Þessi skoðun á heimspekilegrí afstöðu lítur fram hjá því sem
mestu skiptir til skilnings á heimspeki. Höfuðeinkenni þessarar
afstöðu er gagnrýnið viðhorf til veraldarinnar sem kemur fram
í viðleitni til óendanlegrar yfirvegunar. Þetta gagnrýna við-
horf er altækt í tvennum skilning: hvað sem er getur orðið við-
fang þess og verkefnið er endalaus leit sanninda um heiminn og
hugsun manna. Engri raunverulegri heimspeki tekst að leysa
þetta verkefni af hendi í eitt skipti fyrir öll, því að altæk yfir-
vegun, yfirvegun sem nær til allra sanninda er ekki á færi neins
manns. Lokaspumingunni um mátt og takmarkanir mannlegrar
hugsunar verður aldrei fyllilega svarað.
Jafnframt er oft litið á heimspeki sem safn fróðleiks,
þekkingar og visku sem em felld í ákveðið kerfi, hún er heims-
og lífsskoðun reist á víðtækri þekkingu og reynslu. Heimspeki í
þessum skilningi sem rökstudd heimsskoðun var eitt sinn talin
kerfi allra vísinda eða vísindalegrar þekkingar. Svo er tæpast
lengur því að nú á dögum er fólki tamt að gera skarpan
greinarmun á vísindum eða sérhæfðri þekkingu annars vegar
og persónulegri trú og lífsskoðun hins vegar, og þá jafnframt
að telja heimsskoðun sína ekki síður vera trúaratriði en þekk-
ingaratriði. í daglegri umræðu rísa þó oft deilur um þetta (sbr.
algengar umræður um þróunarkenninguna). Þannig hefur
heimspeki í daglegu tali oft sömu eða nánast sömu merkingu og
lífsskoðun, lífssýn eða hugmyndastefna sem menn aðhyllast af
trúarlegum, pólitískum eða fræðilegum ástæðum eftir atvikum.
Hlutverk heimspekinnar sem fræðigreinar hefur að sama
skapi tekið breytingum. í stað þess að fella þekkingu manna og
skoðanir í samfellt kerfi ákveðinnar heimsskoðunar, hefur
heimspekin fremur fengið það hlutverk að rýna í einstakar
mikilvægar hugmyndir og kenningar um heiminn og fást við
tilteknar mótsagnir eða vandamál í því sambandi.
Hér kemur að þriðja viðhorfinu til heimspekinnar, sem ég
gat um. Heimspekin er fræði um hinstu rök og ástæður hlut-
anna og skilning okkar á þeim. Hún er grundvallarfræði, fræði
um mótsagnir og vandamál sem búa á bak við öll önnur fræði.
Viðfangsefni heimspekinnar eru þá gjaman talin ýmist þekk-
ingarfræðileg (lúta að forsendum, eðli og takmörkunum mann-
legrar þekkingar) eða frumspekileg (lúta að eðli og gerð vem-
leikans sjálfs og stöðu manna í heiminum).
80