Hugur - 01.01.1988, Page 84

Hugur - 01.01.1988, Page 84
HUGMYND MÍN UM HEIMSPEKI HUGUR kerfi mannlegrar þekkingar sem miðlaði hinni einu sönnu og réttu heimsmynd. Heimsskoðun ræðst af ákveðnu sjónarhomi til heimsins og sjónarmiðin til heimsins em eðli sínu samkvæmt mörg og mismunandi, og þó að okkur væri unnt að sýna fram á takmarkanir hvers og eins þeirra er ekki þar með sagt að við sætum að endingu uppi með hið eina rétta sjónarmið. Heim- urinn umlykur öll okkar sjónarmið og verður því aldrei skoð- aður undir einu réttu sjónarhomi. En við getum endalaust reynt að bæta og fága sjónarmið okkar. Ef heimspekin er í senn samkvæmt almennum skilningi og dómi sögunnar jafn margvísleg og þessar athugasemdir gefa í skyn, þá hlýtur sú spuming að rísa, hvort það séu ekki alveg óskyldir hlutir sem flokkaðir eru undir heimspeki. Vísar ekki orðið „heimspeki“ til fjölmargra gerólíkra fyrirbæra og er það ekki í reynd svo margrætt að út í hött sé að tala um heimspekina sem slíka? Það sem einn kallar heimspeki, kallar annar skáld- skap, sá þriðji vísindi og sá fjórði trúarbrögð. Hugmynda- og skoðanastefnur á borð við pósitívisma, existentíalisma, prag- matisma og marxisma hafa allar verið einkenndar á þessa ólíku vegu, og það kann því að þykja álitamál hvort rétt sé að kenna þær við heimspeki eða fella undir heimspeki. Þessu má þó svara með því að benda á að umræddar hug- mynda- eða skoðanastefnur veiti hver fyrir sig ákveðna heildarsýn yfir heiminn eða nánar sagt, að þær endurspegli ólík gmndvallarviðhorf til heimsins, og þess vegna sé réttmætt að fella þær undir heimspeki. En þá má spyrja hvort öll viðhorf í trúarbrögðum, listum, stjómmálum og vísindum megi ekki - af sömu ástæðu - fella undir heimspeki. Og þar með emm við aftur komin að því að heimspeki virðist eiga við svo mörg fyrirbæri og mismunandi að engin leið er til að skilgreina hana, heimspeki væri þá á sama báti og t.a.m. orðið „leikur“, sem er samheiti yfir svo margvísleg fyrirbæri að marklaust er að reyna að láta eina skilgreiningu ná yfir þau. Notkun orðsins „heimspeki“ í daglegu máli bendir vissulega til þess að svo sé. 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.