Hugur - 01.01.1988, Page 84
HUGMYND MÍN UM HEIMSPEKI
HUGUR
kerfi mannlegrar þekkingar sem miðlaði hinni einu sönnu og
réttu heimsmynd. Heimsskoðun ræðst af ákveðnu sjónarhomi
til heimsins og sjónarmiðin til heimsins em eðli sínu samkvæmt
mörg og mismunandi, og þó að okkur væri unnt að sýna fram á
takmarkanir hvers og eins þeirra er ekki þar með sagt að við
sætum að endingu uppi með hið eina rétta sjónarmið. Heim-
urinn umlykur öll okkar sjónarmið og verður því aldrei skoð-
aður undir einu réttu sjónarhomi. En við getum endalaust
reynt að bæta og fága sjónarmið okkar.
Ef heimspekin er í senn samkvæmt almennum skilningi og
dómi sögunnar jafn margvísleg og þessar athugasemdir gefa í
skyn, þá hlýtur sú spuming að rísa, hvort það séu ekki alveg
óskyldir hlutir sem flokkaðir eru undir heimspeki. Vísar ekki
orðið „heimspeki“ til fjölmargra gerólíkra fyrirbæra og er það
ekki í reynd svo margrætt að út í hött sé að tala um heimspekina
sem slíka? Það sem einn kallar heimspeki, kallar annar skáld-
skap, sá þriðji vísindi og sá fjórði trúarbrögð. Hugmynda- og
skoðanastefnur á borð við pósitívisma, existentíalisma, prag-
matisma og marxisma hafa allar verið einkenndar á þessa ólíku
vegu, og það kann því að þykja álitamál hvort rétt sé að kenna
þær við heimspeki eða fella undir heimspeki.
Þessu má þó svara með því að benda á að umræddar hug-
mynda- eða skoðanastefnur veiti hver fyrir sig ákveðna
heildarsýn yfir heiminn eða nánar sagt, að þær endurspegli ólík
gmndvallarviðhorf til heimsins, og þess vegna sé réttmætt að
fella þær undir heimspeki. En þá má spyrja hvort öll viðhorf í
trúarbrögðum, listum, stjómmálum og vísindum megi ekki -
af sömu ástæðu - fella undir heimspeki. Og þar með emm við
aftur komin að því að heimspeki virðist eiga við svo mörg
fyrirbæri og mismunandi að engin leið er til að skilgreina hana,
heimspeki væri þá á sama báti og t.a.m. orðið „leikur“, sem er
samheiti yfir svo margvísleg fyrirbæri að marklaust er að
reyna að láta eina skilgreiningu ná yfir þau. Notkun orðsins
„heimspeki“ í daglegu máli bendir vissulega til þess að svo sé.
82