Hugur - 01.01.1988, Side 88
HUGMYND MÍN UM HEIMSPEKI
HUGUR
fram því sem kallast „þekking“, „sannleikur“, „vísindi" eða að
því marki að leysa hugsunina úr viðjum allrar hefðbundinnar
speki, viðtekinna skoðana og „sanninda“. Það er á þetta sem
áðumefnd setning eftir Nietzsche bendir: „Heimspekin á sér
ekkert eðli: hún er ýmist vísindi eða list“. Hún er vísindi þegar
hún kemst að einsæjum niðurstöðum, styður skoðanir svo
traustum rökum að þær hljóta að teljast sannar. Hún er list
þegar hún fléttar saman á nýjan veg hugmyndir, skoðanir, rök
og opnar hugsuninni leiðir út úr feni fordóma sinna.
5. Uppbyggileg og gagnrýnin heimspeki
Hliðstætt við þetta er stundum gerður greinarmunur á
uppbyggilegri heimspeki - heimspeki sem stefnir að því að
byggja upp kenningar, vísindi, - og gagnrýninni heimspeki -
heimspeki sem stefnir að því að afhjúpa undirstöðuleysi
hugmynda, kenninga og vísinda. í árdaga heimspekinnar er
Sókrates gjaman nefndur sem fulltrúi gagnrýninnar heimspeki,
en Platón sem fulltrúi uppbyggilegrar heimspeki. Málið er þó
ekki svona einfalt. Með efasemdum sínum og látlausri gagnrýni
stefndi Sókrates að því að byggja upp andlegt líf samborgara
sinna, fá þá til að leita sannrar þekkingar. Með viðleitni sinni til
að móta og byggja upp heilsteypt heimspekikerfi stefndi Platón
að því að efla rökvísa gagnrýna hugsun og setti sjálfur fram
róttækustu efasemdir um eigin kenningu.
Þessi greinarmunur á gagnrýninni heimspeki og upp-
byggilegri er því ekki til marks um það að til séu tvær ólíkar
tegundir heimspeki, miklu fremur er hann til marks um tvö
skaut eða póla heimspekilegrar hugsunar. Sama á við um þá
fullyrðingu að heimspekin sé ýmist vísindi eða list. í henni felst
ekki annað en það að heimspekin geti átt vissa hluti sam-
eiginlega með vísindum, aðra með listum (líkt og listir og vís-
indi kunna að eiga sitthvað sameiginlegt sín á milli).
En eftir stendur sú spuming hvort og þá hvemig unnt sé að
finna eitthvað sem sé ótvírætt allri heimspeki sameiginlegt, viss
einkenni, þversagnir eða vandamál sem sýni svo ekki verði um
villst að heimspekin sé ákveðinn hugsunar- og umræðuháttur
sem hafi gegnt, gegni eða ætti að gegna mikilvægu hlutverki í
86