Hugur - 01.01.1988, Side 124

Hugur - 01.01.1988, Side 124
RITDÓMAR HUGUR RA sker sig að vísu úr íþessum fjögurra rita flokki. En RÞ, S V og HF eru að mörgu leyti samstofna, eins og þrjú guðspjallanna, og því eðlilegt að huga strax að samkennum þeirra, hvað varðar efnistök og efnisval. Þrennt blasir þá við: Það fyrsta er hin þekkingarfræðilega slagsíða. I öllum þremur ritum stiklar höfundur á sömu staksteinunum: fyrst kenningum Platóns og Aristótelesar um eðli þekkingar, síðan aðferð Descartes, þá hugmyndum Humes (einkum orsakakenningunni), skyn- og hugkvíum Kants, pósitív- ismanum og að lokum afsönnunarhyggju Poppers. Kalla má undir hælinn lagt hvaða minni spámenn fá að fljóta með í það og það skiptið. En öllu efninu er skipað í stefnu við þennan þekkingarfræðilega burðarás og verð- ur að lúta lögmálum hans. Vitaskuld hefur þetta í för með sér sífelldar endurtekningar milli bóka; en þær eru þó síður tilfinnanlegar en ella þar sem ritunum er ætlað að höfða til ólíkra nemendahópa. Að hinu er meira mein hvað höfundur er lengi að „koma sér að efninu“ í SV og HF vegna hinnar löngu nótar sem hann þykist verða að draga að því. Þannig dvelst honum svo við þekkingarfræðina í SVað bókin ber vart nafn með rentu. Það er ekki fyrr en á blaðsíðu 48 (af 81) sem hinn raunverulegi sið- fræðihluti hefst, með umfjöllun um greinarmun staðreynda- og gildisdóma; en af öllu jöfnu hefði ég talið hana eðlilegan inngang að slíkri bók. í HF verður honum einnig helsti seint um að drepa á sérvandamál þeirra fræða eða ekki fyrr en á blaðsíðu 103 af 154. Þekkingarfræði er alls góðs makleg en það er tæpast ástæða til að leggjast á hana eins og dreki á gull og hreyfa sig ekki úr stað nema með eftirgangsmunum! Síst þykir mér skapraunarminna þegar höfundur reynir að flokka alla heimspeki og „menningarstrauma“ í Evrópu eftir tveimur þekkingar- fræðilegum viðhorfum sem hann kennir við „natúralisma" og „transcend- entialisma“ („skynsemishyggju"; SV 10, 13 og áfram). Að vísu er ekki fullljóst hvemig skiptingunni er háttað en helst svo að sjá að „natúralismi" sé eitthvert samheiti yfir raunhyggju, vélhyggju, siðferðilega afstæðis- hyggju og gott ef ekki efnishyggju; „transcendentalisminn“ yfir rökhyggju, tilgangshyggju, siðferðilega skynsemishyggju og frumspekilega tví- hyggju. Þó kemur m.a. í ljós (SV, 32) að Kant fyllir fyrri flokkinn. (Þú líka, bróðir minn Brútus!) Slík hugmyndafræðileg einföldun kann að vera til hægðarauka á stundum en ég fullyrði að hér er hún ekki til skilnings- auka fyrir lesandann. Annað höfuðeinkenni á efnistökum höfundar mætti kalla samansóps- aðferð. Hann greinir venjulega frá persónu, fremur en vandamáli, stefnu fremur en þema; og rekur sig samviskusamlega á milli þeirra í tímaröð. Þannig sópar hann upp miklu efni en lætur lesandanum að mestu eftir að einfalda og bera saman - skapa sér heillega mynd - ef frá er talinn dilka- drátturinn hér að ofan. Skilji lesandinn einstaka hluta þá skilur hann um leið heildina, virðist vera meginviðhorf höfundarins. Þriðja einkennið er óljós afstaða sögumanns gagnvart viðfangsefninu. Það er naumast á færi byrjenda að átta sig á hvenær um er að ræða óbrotna endursögn og hvenær persónulega túlkun höfundar: hvort hann sest við fótskör heimspekinganna eða á dómstól yfir þeim. Þessu veldur m.a. sá sérstæði kækur að nota ekki viðtengingarhátt nt. í óbeinni ræðu heldur framsöguhátt eins og um staðreyndir. Þannig hyllist ég til að skilja 122
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.