Hugur - 01.01.1988, Side 126

Hugur - 01.01.1988, Side 126
RITDÓMAR HUGUR bls. 24 verður ekki betur séð en að merking sé ævinlega hugtak er hafi bæði inntak og umtak; og sé umtakið hlutur. I framhaldinu verður grautar- gerðin algjör og staðhæft jöfnum höndum: „Merking orðs heitir öðru nafni irtntak' (41); og „Merking ákveður umtak þeirra hluta sem sem hún vísar til“ (44). Hvað er hér Sinn og hvað Bedeutung og hvað vísar til hvers? Ég er hræddur um að Frege snéri sér við í gröfinni ef hann læsi þetta! Hann þarf þó altént ekki að vera hræddur um að rekast á sitt eigið nafn í þessu ritum, svo furðulegt sem það má virðast þegar þekkingar- og rökfræði eru á dagskrá. En í RA hefði höfundur mátt vera ögn trúrri sinni eigin reglu um að nauðsynlegt sé að gera sér grein fyrir „nákvæmri merkingu“ þeirra orða sem maður notar í ræðu og riti (44). Það sakar a.m.k. aldrei að vera samkvæmur sjálfum sér. Ruglandinni í RA verður að meta höfundi til glapa enda ekkert sambærilegt að finna í hinum ritunum. Það örlar víða á ónákvæmni eða hálfsannleik sem villt getur um fyrir óreyndum lesanda. Örfá dæmi verða að nægja. Berum fyrst niður á bls. 58 í RÞ: Samkvæmt því orðalagi, sem Kant innleiddi, þá er fyrra sviðið [tengsl hugmynda skv. Hume] fólgið í rökhæfingum a priori, en hið seinna [tengsl staðreynda] í raunhæfingum a posteriori. Kant braut upp á því nýmæli, að til væru raunhæfingar a priori. Þetta táknar, að samkvæmt kenningu Kants eru til fullyrðingar sem fullyrða eitthvað um heiminn, en eru jafnframt röklegar, af sama tagi og fullyrðingar í stærðfræði. Látum nú vera þótt lesandinn viti ekki af því fremur en kálfur af krossmarki hvað „a priori“ og „a posteriori“ merkir. (Hví ekki „fyrirfram og eftirá satt?“) Hitt er viðsjárverðara að höfundur skuli skilgreina raunhæftngar svo fyrir hönd Kants að þær „fullyrði eitthvað um heiminn" en segja fyrirfram sannindi „rökleg“. „Röklegur" hlýtur að þýða eitthvað annað í huga Arnórs en viðtekið er. Á bls. 60 í sömu bók stendur: „Pósitívistar tóku og mið af Kant með því að líta svo á, að rökhugsun væri snar þáttur vísinda." Hér er seilst um hurð til loku í hugmyndasögunni. Pósitívistarnir höfnuðu einmitt sálarhyggju Kants um hin stærðfræðilegu sannindi og litu á þau sem fyrirfram sannar rökhæfingar, að dæmi Freges. Þögnin um nafn hans er jafn kaldranaleg sem fyrr. Descartes fær langt í frá jafn dapurlega afgreiðslu. Þó er heldur snaut- leg lýsingin á verufræðisönnun hans: „ ...úr því að hægt er að sýna fram á eiginleika hinnar fullkomnu veru, þá hlýtur hún einnig að vera til. “ (RÞ, 53) Ekki getur höfundur heldur þeirrar margræddu mótbáru gegn aðferða- fræði Descartes að hann geri sig sekan um „hringa-vitleysuna“ að nota skýra og greinilegá hugmynd sína um Guð til að sanna tilvist hans - og síðan þá tilvist til að sanna að aðrar skýrar og greinilegar hugmyndir sínar séu áreiðanlegar. Höfundi verða einkar mislagðar hendur þegar orð ber að siðfræði. Er það því kynlegra sem hann hefur tekið saman prýðilegt hefti um slíkt efni (Siðfræði handa heilbrigðisstéttum)Þ'dnnig láist honum t.d. að gera greinarmun á gildisdómum og siðaboðum þegar hann útlistar kenningu 124
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.