Hugur - 01.01.1988, Síða 128

Hugur - 01.01.1988, Síða 128
RITDÓMAR HUGUR fræði og siðgæði, hinn þriðji um kristna trú og hinn fjórði um menntun og mannlíf. Það er einungis spjallið um kristna trú, sem ég hef átt erfitt með að skilja, en ég er algjörlega trúlaus á Guð og get ekki skilið hjal um það, að Guð hafi átt son, sem hét Jesús Kristur, með konu sem hann hafði engin kynferðismök við. Eins get ég ekki skilið hvemig Jesús þessi Kristur gat fórnað sér fyrir syndir mínar og annara. Mér finnst þessi kenning annað hvort óskiljanleg eða ósiðleg. Trúleysi mitt hófst, þegar ég sex eða sjö ára gamall, neitaði að fara í sunnudagaskóla til Arthurs Gook á Akureyri. Mér fannst hann ekki hafa rétt til að ljúga að okkur krökkunum sögum um kraftaverk. Ég er sennilega gott dæmi um Islending, sem ekki er kristinn, en einn fyrirlesturinn í bók Páls nefnist Eru íslendingar Kristnir? Skoski heimspekingurinn David Hume er frægur fyrir gagnrýni á undirstöður ýmissa trúarkenninga kristninnar. Það er eftirtektarvert, að þótt Páll hafi greiðan aðgang að góðri þýðingu á merkasta riti Humes um þessi efni1 2 þá minnist hann ekki á þetta stórmerka rit. Mig grunar að Páll hafi andúð á breskri reynslustefnu og að það eigi nokkurn þátt í því að Páll vitnar hvergi í verk Humes. Sannleikurinn er sá, að ef Páll gæfi meiri gaum hugsun Humes, þá mundi hann fljótt sjá að hann og Hume eiga margt sameiginlegt. Til dæmis telur Páll ástina undirstöðuhugtak í siðfræði, en í bók minni Ástríða og gildi ( Ritgerð Humes 2 held ég því fram, að mat á mönnum felist í ást, hatri, stolti og auðmýkt. í annarri útgáfu af bókinni, sem sennilega kemur út á þessu ári, reyni ég að sýna fram á, að þessar ástríður liggi til grundvallar bæði þekkingarfræði Humes og siðfræði hans. Bæði Hume og Páll leggja mikla áherslu á tilfmningalífið og að skilningur og tilfinningar séu nátengdari en margir heimspekingar hafa álitið. Samlíkinguna milli tungumáls og siðferðis er að finna í Hume, en Páll telur að siðferði sé veruleiki á svipaðan hátt og tungumálið. í fyrirlestri sem fluttur var árið 19763 til minningar um andlát Humes bendi ég á samanburðinn á tungumálinu og gervidyggðum. En allt það sem Páll segir um heimspeki og siðferði er eftirtektarvert og sumt merkilegt. Sannleikurinn er sá, að skilningurinn á heimspeki Humes, sem ég hef barist fyrir er líkari ýmsum hugmyndum Páls en skoðunum pósitífista á þessari öld. Það er mjög villandi að flokka saman Berkeley og Hume, en Hume taldi frumspeki Berkeleys algjörlega ótrúverðuga. Páll má vara sig á því að falla ekki í þá freistni að fordæma órannsakaðar kenningar heim- spekinga af því að þeir hafi verið taldir tilheyra einhverri stefnu eða skóla, en Páll kvartar réttilega yfir því að menn á Islandi hafi hlegið að kenning- um Hegels án þess að tilgreina frekar neinar ástæður fyrir því. 1 Samræður um trúarbrögðin eftir David Hume í þýðingu Gunnars Ragnarssonar.(Hið íslenska bókmenntafélag: Reykjavík, 1972). 2 Passion and Value in Hume's Treatise, (Edinburgh University Press: Edinburgh, 1966). 3 „Convention and Value" sem birtist í Hume's Bi-centenary Papers, (Edinburgh University Press: Edinburgh, 1977). 126
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.