Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 29
M 0 R G U N N
23
með slept ýmsu því, sem sízt ætti að þegja um, þegar
kristnir menn játa trú sína.
,,0g hver er svo ástæðan til þessarar dæmalausu
fastheldni við þessa játning? Víst engin önnur en aldur
hennar. Hún er ekki af vörum Jesú Krists, enda myndi
þá enginn óska eftir skiftum. Hún er ekki eftir postul-
ana og ekki eftir neinn af þeim mönnum, sem vér vilj-
um heiðra umfram aðra menn. Hún er sett saman smátt
og smátt til þess að girða fyrir misskilning og afbakan-
ir á trúnni, sem kirkjan átti í höggi við, en nú er fyrir
löngu gleymt og úr sögunni. Með því að binda játn-
ing sína við þetta orðalag, gengur kirkjan alvopnuð
gegn óvinum, sem löngu eru horfnir, en stendur ber-
skjalda gegn óvinum nútímans“.
Alt hefir þetta farið tiltölulega hljóðalaust hjá.
En viðtökurnar hafa orðið næsta ólíkar nú, er ungur
prestur hefir lýst því yfir, að hann beri þá virðingu fyr-
ir þeim athöfnum, sem honum er falið að hafa um hönd
fyrir kirkjuna, að hann sé ófáanlegur til þess að nota í
sambandi við þær orðalag og hátíðlegar yfirlýsingar,
sem gagnstætt séu hans eigin samvizku og sannfæringu.
Honum virðist t. d. svo mikil alvara eiga að vera sam-
fara bænum og blessunum kirkjunnar yfir ungbarni, sem
til hennar er borið til skírnar, að með öllu sé ósæmandi
að presturinn fari með annað en það við þá athöfn, sem
í fullu samræmi sé við sannfæringu hans. Alt annað
væri, að dómi sr. Jakobs, í ætt við guðlast. Og til þess
að forðast þetta hefir hann tekið þann kostinn, að fella
hina postullegu trúarjátningu úr skírnarformála sínum.
Ekki er sérstök ástæða til þess að rekja hér rök sr.
Jakobs eða annara fyrir því, að hin postullega trúar-
játning sé bæði ófullkomin og villandi greinargjöi'ð fyr-
ir trú þeirra. Á hinu er vakin athygli, að framkoma sr.
Jakobs ber þess vott, að sjálfsvirðing prestastéttarinn-
ar fer vaxandi. Hugmyndir manna um samstarfið inn-
^n slíki’ar stofnunar, sem kirkjan er, hafa breyzt svo