Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 31
MORGUNN
26.
trú og allrar kristninnar síðan á dögum frumkristninn-
ar að kalla má“. (Vísir, 31. ág., 1930).
Þessi setning er fyrir margra hluta sakir allmerki-
leg. Fyrst og fremst er hitinn í henni svo mikill. En á
það atriði skal síðar minst. En svo er þetta einkennilega
viðhorf í sögu kristninnar, að líta á hana sem einn þráð-
beinan stíg með hyldýpið til beggja handa. Kristnir
menn hafi frá öndverðu fetað sig eftir einstigi hinnar
postullegu trúarjátningar, og þeim mönnum, sem skriðn-
að hefir fótur á þeirri hálu braut, er svo lýst, sem þeir
séu „frábitnir kristinni trú“. Nú er það alkunna, að því
fer svo fjarri, að hin postullega trúarjátning hafi nokk-
uru sinni verið talin sæmilega fullnægjandi greinargjörð
fyrir trú kristinna manna, að kirkjusagan má heita sag-
an um nærri því óslitnar tilraunir til þess að koma sam-
an trúarjátningum, er kæmu því í orð, sem menn vildu
sagt hafa um trú sína. Og fullyrða má, að saga kristn-
innar hefði í engu verulegu breyzt, þótt svo hefði viljað
til, að postullega trúarjátningin hefði með öllu týnst úr
kirkjulegum bókmentum fyrir sjö öldum. Samt hef-
ir svo farið — þótt undarlegt megi virðast — að hún
hefir lifað aðrar játningar. Nú minnist enginn á At-
hanasiusar-játning, og þeir, sem sérstaklega leggja
kapp á að láta telja sig góða Lútherstrúarmenn, leggja
jafn-mikið kapp á að fela það, sem ritað er í Ágsborg-
arjátningunni. En postullega játningin hefir lifað af því,
að hún hefir sagt tiltölulega minst. Samt er svo komið,
að samvizkusamir, ungir prestar, verða að beita ofbeldi
við sjálfa sig, til þess að hafa hana um hönd við helgi-
athafnir. Og þá er vitaskuld langsamlega hentugast
fyrir kirkjuna að fara með hana eins og allar aðrar
játningar sögu sinnar — leggja hana til hliðar hávaða-
laust og gleyma henni.
Sú mótbára er ekki óalgeng gegn slíkum tillögum
sem þessari, að með þessu sé verið að rjúfa hið sögulega
samhengi kristninnar. Og það er engu líkara en að ýms-