Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 52
46
M 0 11 G U N N
guðsríki, þ. e. félagsskapnum. Fyrir setningunni í Lúk-
asar guðspjalli telur hann líklegt að liggi til grundvall-
ar setning, sem orðuð hafi verið á aðra leið, en ef til
vill í aðra hvora áttina: að inn í guðsríki yrði maður
að þrengja sér með valdi, eða að guðsríki yrði ekki kom-
ið á stofn með öðru en því, að valds yrði neytt. Eitt sé
að minsta kosti víst — að hér sé þetta tvent sett í sam-
band hvort við annað: minningin um afdrif Jóhannesar
skírara og ofbeldi í sambandi við guðsríki.
Mér virðist þetta að leita mjög langt yfir skamt.
Fyrst og fremst er naumast hægt að benda á, að nokk-
uru sinni sé í öðru sambandi talað um félagsskap læri-
sveinanna, sem væri hann sama og guðsríki. Auk þess
er ekki minst á aftöku Jóhannesar í greinum þessum-
Miklu nær er að hugsa sér talað um starfsemi hans
meðan hann var enn á lífi. Og að lokum þarf ekki að
breyta setningunum neitt til þess að fá fult vit í þær.
Mér virðist hugsunin vera þessi: Guðríki er í aðsigi-
Lögmálið og spámennirnir áttu að ná til guðsríkis kom-
unnar. En svo nálægt er ríkið, að hvorttveggja er þeg-
ar úr sögunni. Frá því að Jóhannes kom fram, hafa
ýmsir þrengt sér inn í hið nýja ríki (með því að lifa
samkvæmt fyrirmælum fagnaðarerindisins), enda þótt
það sé enn ekki komið fyrir sjónum manna. Þeir hafa
þrengt sér inn um dyrnar, enda þótt engir aðrir haf'í
komið auga á þær.
Svo fjarsótt sem þessi skýring kann að virðast, þá
er hún sennilegri en hin. En fyrir þá sök hefi eg orðið
svona langorður um þessar setningar, að sr. G. B. tel-
ur hér vera að leita að hinum miklu straumhvörfum i
lífi Jesú og hugsunum. Eg held ekki, að það geti verið
rétt, og um atburðinn við Sesareu Filippi er líkt að segja.
Sr. Gunnar gjörir allhugvitsamlegar athuganir í sam-
bandi við þá frásögn, og hann hefir alveg vafalaust rétt
fyrir sér í því, að eitthvað verulegt vantar í myndina,
sem þar er dregin upp. En hér fer einnig svo, að brest-