Morgunn - 01.06.1931, Síða 56
50
M O R G TJ N N
jörðunni? Því að hann lifir, Maximus — Galíleinn lif-
ir, segi eg, þótt bæði Gyðingar og Rómverjar þykist
hafa drepið hann að fullu; hann lifir í uppreistarhug
mannanna; hann lifir í fyrirlitningu þeirra og mótþróa
við hið sýnilega vald. . . .
„Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er — og
guði það, sem guðs er!“ Aldrei hefir munnur kveðið
sterkara að orði. Hvað liggur að baki því? Hvað og hve
mikið er keisarans? Þessi orð eru ekkert annað en bar-
efli til þess að slá kórónuna af höfði keisarans með“.
Það eru fleiri og fleira keisarar en þeir, er ríkjum
ráða. Hver hugsun, sem náð hefir hefðarsæti, er í hættu,
þegar hún stendur andspænis mönnum, sem tekið hafa
að efa hana og smitast hafa af hinni afdrifaríku kenn-
ingu hans, sem sagði, að menn ættu að gjalda guði
samvizku sinnar það, sem honum bæri, hvað sem keis-
urum liði. Þessir menn kunna að vera svo ólíkir inn-
byrðis, að þeir stefni í allar höfuðáttir heims, og lang-
ar leiðir frá höfundi orðanna, en það er sama þenslu-
aflið, sem rekur þá áfram.
Árborg, Man., 30. okt. 1930.
Ragnar E. Kvaran.