Morgunn - 01.06.1931, Síða 66
60
M 0 R G U N N
en hann mundi víst koma. Þegar sungið hafði veriðr
beðin stutt bæn, lesið faðirvor og blessunarorð, gengu
fundarmenn í næsta herbergi. En Einar H. Kvaran varð
eftir, og frú Guðrún Guðmudsdóttir gaf miðlinum magn-
etiskar strokur. Var hann nokkura stund að jafna sig.
2. fundur, fimtudag 15. jan.
Fundarmenn sömu, og fundarbyrjun eins og á síð-
asta fundi. Þegar bæn var lokið, og sungið hafði verið
um stund, fóru ýmsir fundarmenn að finna tekið á sér.
Frú Guðrún Guðmundsdóttir hafði verk í brjósti, og
fann þrýst þar fast á, og hvarf verkurinn. Kr. D. fann
strokið um vinstri hönd sér og rétt á eftir einnig þuklað
um hægri hönd sér, sem miðillinn hélt í. Var hann þá
ekki fallinn í svefn, og sagðist á eftir hafa fundið þetta
líka. Rétt á eftir féli hann í dá. Kom þá Míka, og á-
varpaði fundarmenn hrífandi orðum; lagði áherzlu á,
að alt væri guðs náð að þakka, ef nokkuð kæmi, og lét
í ljós góða von um, að takast mundi. Leyfði hann að
kveikja rauða ljósið litla. Þar á eftir talaði Elísabet;
minntist fyrst á sætaskiftin, frú Lilju og Kr. D., sem orð-
ið höfðu á síðasta fundi, eftir að hún var farin úr sam-
bandi; var henni sagt, að Míka hefði lagt svo fyrir, og
kvaðst hún þá ekkert hafa að segja. Ávarpaði síðan
flesta fundarmenn góðlátum og gamansömum orðum,
en kvaðst svo ekki mega tefja lengur fyrir. Fundarmenn
tjáðu hana velkomna, meðan hún vildi vera. — Þeg-
ar á eftir kom Míka, og bað nú E. Kvaran setja stólinn
inn í byrgið, stóð á meðan upp og gekk fram meðal
fundarmanna og settist þá í byrgið. Eftir skamma stund
fóru að sjást líkamningar. Fyrst kom Agnete í byrgis-
dyrnar, og skömmu á eftir Elísabet og þá Míka líkam-
aður, alveg út fyrir tjaldið, og Elísabet samtímis; sáu
fundarmenn vel stærðarmuninn; Míka er mjög hár vexti.
Þá kom síra Haraldur Níelsson, en ekki svo, að fundar-
menn bæru kensl á hann í sjón, en hann nefndi nafn