Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 77
MORGUNN
71
hlátur; fann hár sitt aflagast. Rósa kom til frú Lilju,
sem fann hár hennar; einnig sá frú Kvaran hár henn-
ar, smáhrokkið, og fann það nuddast við enni sér, og
frú Guðrún Guðm.d. fann hárið koma við hönd sér, og
höndina klappa á höfuð sér. Ennfremur lét hún E. H.
Kv. taka á hárinu, sem hann sá greinilega, hrokkið,
dökt, yfir enninu, fram undan slæðunum. Nú sagðist
Míka ekki mega leggja meira á miðillinn, vegna fund-
anna, sem eftir væru, og bað um að slíta fundi. Meðan
hann sagði þetta, sáu Jón Benediktsson, G. Kvaran og
fleiri veru (Elísabet) hjá honum. Meðan Kr. D. las
faðir voi’, kom vera við vegginn hjá honum, og heyrði
hann tvisvar sagt: „síra Kristinn“, og hélt veran bless-
andi hendi móti honum. Þá kom Stefanía Guðmunds-
dóttir; þekti Þóra dóttir hennar hana, stóð upp á móti
henni mjög hrærð og sagði: „Mamma, mamma“. Heyrði
hún hana þá segja: „Þóra, Þóra, guð blessi þig“. Var
þá fundi slitið.
Ungfrú Þóra Borg segir svo frá:
„Eg sá ekki, þegar mamma kom út úr byi’ginu;
sá hana þegar hún stóð fyrir framan mig. Hún stóð al-
veg kyr, með andlitið á móti ljósinu, svo að eg sá hvern
drátt í andlitinu. Slæðurnar voru líkar og nunnuslör
— beint fyrir um ennið, svo fast niður með andlitinu,
og undir hökuna. Eg þekti hana strax, og kallaði upp:
„Mamma, mamma mín“. Frúin, sem sat fyrir aftan
mig í ytri hi-ingnum, sagði um leið og eg: „Stefanía“.
Mamma laut niður að mér, tók báðum höndum um and-
lit mitt og vafði mig að sér. Eg fann alveg greinilega,
þegar hún snart mig með höndunum, — eg þekti hend-
urnar og handtökin. Svo lagði hún kinnina við mína
kinn. Hún hafði alveg líkamshita eins og eg. — Eg var
og er svo sannfærð um, að það var mamma sjálf —
efi hefir ekki eitt augnablik komið til greina. Eg var
sarnt svo utan við mig, að eg man ekki greinilega alt,