Morgunn - 01.06.1931, Síða 79
M 0 R G U N N
73
að eg skyldi fara til hennar. Hann og Gunnar Kvaran
stóðu upp með mér, til þess að rjúfa ekki hringinn.
Eg komst alveg að byrginu til hennar. Hún vafði mig
að sér og sagði: „Elsku Þóra mín, guð blessi þig“. Mér
fanst eitthvað draga hana inn í byrgið, og hún dró mig
með sér eitt fet nær byrginu — og hvarf. Eg stóð
kyr og sagði, eins og meira við sjálfa mig: „Elsku
mamma mín“. Þá kom hún í byrgisdyrnar og sagði:
„Þóra mín“. Svo hvarf hún og sást ekki meir“.
11. fundur, laugardag 7. febr.
Vanaleg fundarbyrjun. Miðillinn sofnaði fljótt, og
Míka kom. Heyrði Kr. D. hann syngja niðurlag á vers-
inu, sem verið var að syngja. Þá óskaði hann fund-
armönnum guðs friðar, og flutti fallega tölu. Leyfði þá
að kveikja, stóð upp og sagði við Kr. D.: „Eg heyrði
ræðu þína í dag“. (Kr. D. hafði um daginn talað í
kirkju yfir börum Andrésar Böðvarssonar, er var góð-
ur miðill). Einar H. Kvaran spurði, hvoii; hann hefði
skilið hana. Míka svaraði: Það eru ekki orðin, sem við
skiljum, heldur hugsanirnar. Ekki all-löngu eftir að
hann var seztur í byrgið, komu tvær líkamningar, er
ekki nefndust, og ekki vel fram, þá stjórnendur hans
hver af öðrum: Agnete, Rósa, Jóhannes, Míka og Elísa-
bet. Heyrðist Elísabet taka undir og syngja með vers-
ið „Drottinn vakir“. Kai'lvera kom við veggskörina hjá
Kr. D., snart hægi’i hönd hans með kaldri og þvalri
hendi, gekk yfir gólfið og hvarf inn um byrgisdyrnar.
Tók þá fyrir líkamningar. Sagði Míka, að ef ekki kæmu
fleiri, ættu fundai’menn sök á því, einhverjir hefðu
reykt eða ekki haldið skilyi’ði. Var setið stund enn, en
ekki gjörðist meira, og var fundi slitið. Höfðu komið
8 líkamningar.
12. fundur, þriðjudag 10. febr.
Vanaleg fundarbyrjun. Lúðurinn fljótt í hreyf-