Morgunn - 01.06.1931, Page 86
80
M 0 R G U N N
framt sé hann að tala um ofn, sem þessari gömlu konu
hafi þótt vænt um. Mjög mikið sé rautt á þessum ofni.
Þegar E. Kv. er að hafa upp eftir E. N., hvað hann
segir, nefnir hann þetta „kakkelovn", sem Haraldur
hafi verið að lýsa. „Hann sagði ekki kakkelovn“, sagði
Nielsen þá, „hann sagði ovn“. Nielsen segir, að Harald-
ur fullyrði, að á þessum ofni hafi verið gler, sem hafi
brotnað, en reynst ófáanlegt hér á landi, svo að það
hafi þurft að panta það frá útlöndum. Hann segist hafa
keypt þennan ofn í Kaupmannahöfn, annað hvort í
Frederiksberg- eða Frederiksborggade. Nielsen getur
ekki heyrt. hvor gatan það er. Nú er símað samstundis
til dóttur síra Haralds, frú Soffíu. Hún staðfestir þetta
alt, bæði um gömlu konuna og rauða ofninn. En að eins
heldur hún, að Haraldur hafi ekki keypt hann, heldur
hafi frú Aðalbjörg átt hann, þegar þau giftust. Nielsen
segir, að síra Haraldur hafi staðið þar á gólfinu og
hlustað á símasamtal E. Kv. og frú Soffíu. Hann banni
sér ákveðið, að slaka nokkuð til um það. að hann hafi
keypt ofninn, því að það hafi hann gert. Síðari eftir-
grenslanir um málið benda í þá átt, að frásögn síra
Haralds hafi verið rétt. Full vitneskja hefir enn ekki um
það fengist. Þennan ofn mætti ef til vill heldur nefna
lampa, en hann var notaður til hitunar fremur en lýs-
ingar, og rauði liturinn, sem talað var um, var mjög
áberandi.
Eitt kvöld náði síra Haraldur góðu tækifæri til
að koma með sannanir. Nielsen var að rabba við E. K.,
og var einstaklega létt yfir honum. Alt í einu segir Niel-
sen, að enn sé Haraldur kominn, og segist ætla að reyna
að koma með sönnun.
Hann segir, að þeir E. Kv. hafi ekki alt af verið
sammála. E. Kv. spyr, hvað hann geti sagt til marks
um það. Nielsen hikar við, og segir það verði víst örð-
ugt að ná því, en hann heldur áfram að hlusta. „Eg
skil ekki þetta“, segir Nielsen. „Mér finst endilega, að