Morgunn - 01.06.1931, Page 94
88
MORGUNN
inni, þar sem Kyrrahafið liggur, sé sár eða gjá, eftir að
máninn raufst frá jörðunni. Þessi gjá er mjög mikilsverð,
því ef henni væri ekki til að dreifa, þá væri svo að segja
alt núverandi meginland jarðarinnar undir vatni. Þess
vegna á alt þurt land óbeinlínis tilveru sína tunglinu að
þakka. En með því, að ekkert tungl er með Venus, en
stjörnunni svipar að öðru leyti til jarðarinnar, þá væri
eðlilegt að hugsa sér, að yfirborðið væri alt þakið hafi
— þar sem fiskalífi einu væri til að dreifa. En hvað sem
er um tilgátuna, þá beinir hún hugsuninni að því, að for-
lög lífsins geti verið háð næsta fjarlægum orsökum.
Annars er jörðin í engu efni eins ólík öðrum him-
inhnöttum og því, hve tungl hennar eða fylgihnöttur
er stór. Tunglið er einn áttugasti af ,,massa“ jarðar-
innar, og enda þótt það virðist ekki nein ósköp, þá er
þetta hlutfall með öllu óþekt annarstaðar. Það hlutfall,
er þessu kemur næst, er milli Saturnusar og stærsta
fylgihnattar hans, Titans, en hann er einn fjögurþús-
undasti hluti móðurhnattarins.
Marz er eina reikistjarnan, sem unt er að athuga
yfirborðið á. En með því, að þessi hnöttur er töluvert
minni en jörðin, þá eru ástæður þar nokkuð á aðra lund.
Þó er þar það tvent, sem mest er um vert, andrúmsloft og
vatn; hvorttveggja er til þar, en ekki í ríkum mæli. And-
rúmsloftið er þynnra en hér, en ef til vill nægilegt. Súr-
efni er þar. Haf er þar ekki; mörkin, sem sjást þar,
greina ekki land og sjó að, heldur rauða eyðimörk og
dekkra iand, sem ef til vill er vaxið gróðri. Hvíta hettan
á pólnum er áberandi; er það snjór, sem þó er ekki
þykkri en svo, að hann bráðnar með öllu á sumrum.
Ljósmyndir bera það með sér, að oft er þoka þar, sem
hylur mikinn hiuta iandsins, en bjart veður er þó al-
gengara. —
Mikla athygli hafa rannsóknir á loftslagi á Marz
vakið. Er hægt að fá mikla vitneskju um það og mæla
hitann, sem geislar til jarðarinnar frá mismunandi