Morgunn - 01.06.1931, Side 95
MORGTJNN
89
stöðum á yfirborðinu. En þó er ekki talið, að þetta hafi
nægt til þess að unt sé að gjöra sér fullnaðargrein fyrir
loftslaginu. Menn vita, að allmikill mismunur er á hita
dags og nætur og hita á mismunandi breiddargráðum,
en yfirleitt er kalt þar. Hitinn fellur niður fyrir frost-
mark um sólarlagið jafnvel við miðbaug hnattarins. Ef
athuganir, sem gjörðar hafa verið hingað til, eru tald-
ar áreiðanlegar, þá verður að draga í efa, að líf fái
þróast. —
En þó er hitt og annað, sem með því mælir. Meðal
annars hafa menn tekið eftir ákveðnum mismun á útliti
hnattarins eftir árstíðum. Þykir það líkjast því mikið,
sem ætla má, að mismunurinn sé á útliti skógarlend-
is á jörðunni í augum þess, er athugaði í fjarlægð. Þeg-
ar vorið á Marz kemur, verður dökka svæðið, sem fyrst
er dauft og lítið, umfangsmeira og meira áberandi. Þessi
sömu svæði dökkna árlega og því nær ávalt á sama tíma
eftir tímatali Marz. Hugsanlegt er, að þetta standi ekki í
neinu sambandi við neins konar líf. Það getur verið, að
vorregnið vökvi jarðveginn og breyti lit hans. En hins-
vegar er ekki óhugsandi, að þetta stafi af árlegum gróðri
jurta og breytingin eigi sér sömu rætur eins og hin stór-
felda útlitsbreyting, sem árlega verður á yfirborði jarð-
arinnar.
Súrefnið í andrúmsloftinu á Marz styður einnig
hugmyndina um jurtagróður á hnettinum. Súrefni geng-
ur hæglega í samband við ýms önnur efni, og klettana
í skorpu jarðarinnar þyrstir í súrefni. Það mundi því
smámsaman hverfa alveg úr loftinu, ef jurtirnar drægju
það ekki aftur úr jarðveginum og gæfu það laust að
nýju. Og ef súrefni helzt við í andrúmslofti jarðarinnar
með þessu móti, þá er ekki óskynsamlegt að hugsa sér
þessu á sama hátt farið á Marz. Hvorutveggja þessar á-
stæður virðast því benda allsterklega til þess, að jurta-
líf sé þar í landi.
En sé um jurtalíf að ræða, er þá unt að útiloka dýra-