Morgunn - 01.06.1931, Blaðsíða 97
M 0 R G U N N
91
fylgi ekki slíkum tvístirnum. Ber þar hvorttveggja
til, að menn eiga örðugt með að hugsa sér brautir þeirra,
og eins hitt, að ekki er unt að koma auga á orsök til
þess, að þær skyldu verða til. Sólin hefir þá fullnægt til-
hneigingu sinni til klofnings á annan hátt; hún hefir
skifst í nokkurn veginn jafna hluti, í stað þess að varpa
af sér smáskömtum hverjum á eftir öðrum.
Augljósust orsök til klofnings er ákafur snúnings-
hraði. Þegar loftkendur hnöttur þéttist, snýst hann hraðar
og hraðar, þar til hann getur ekki lengur haldist sam-
an og verður að létta af sér á einn eða annan veg. Sam-
kvæmt þokukenningu Laplace létti sólin á sér með því
að varpa hverjum efnishringnum af sér eftir annan, og
á þann hátt urðu reikistjörnurnar til. En ef ekki stæði
svona sérstaklega á með sólkerfi vort, ])á hefðu menn
ályktað út frá öllum þúsundum tvístirnanna, að eðlileg
afleiðing ákafs snúnings væri skifting stjörnu í tvo
jafna hluta.
Samt sem áður mætti af þessu ráða, að hér væri um
tvær algengar lausnir að ræða — stjörnur klofnuðu í
tvær sólir eða mynduðu reikistjörnukerfi eftir því, sem
ástæður væru til. En nú þekkja menn óteljandi mergð
af tvístirnum, en aðeins eitt reikistjörnukerfi. Því að
vort kerfi er eina kerfið sinnar tegundar, sem stjörnu-
fræðingar liafa enn getað fundið. Og fræðileg rannsókn
á snúningi loftkendra efna hefir bent í sömu átt og at-
hugun stjörnugeimsins. Tilraunir Sir J. H. Jeans
hafa leitt í ljós, að klofningur slíkra efna býr til tvær
stjörnur, en ekki kerfi af reikistjörnum. Sólkerfi vort
•or því ekki venjuleg afleiðing af stjörnuþróun; það er
ekki einu sinni algengt afbrigði þróunar; það er ein-
stætt afbrigði, nokkurskonar einstæðir dutlungar him-
ingeimsins.
Mönnum þykir bersýnilegt, að svo einstæður at-
burður, eins og myndun sólkerfisins er, hefði því að-
■eins getað gjörst, að sérstök tilviljun hefði borið að