Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 98
92
MORGUNN
höndum, er ákveðnu stigi þéttingsins var náð. Samkvæmt
skoðunum Jeans var þessi tilviljun í því fólgin, að önn-
ur stjarna lenti tiltölulega nálægt sólinni á þessum tíma.
Þessi stjarna hefir farið fram hjá ekki langt fyrir utan
braut Neptúnusar; hún hefir ekki mátt fara of hratt
fram hjá, en smátt og smátt elt sólina uppi eða sólin
hana. Aðdráttartruflunin hefir valdið feikna kúlum á
sólinni og komið henni til þess að þeyta af sér efni, sem
þéttist síðan sem reikistjörnur. Þetta gjörðist fyrir
þúsundum. miljóna ára. Síðan hefir þessi aðkomu-
stjarna farið sína leið, en afleiðingar komunnar eru eft-
ir — kerfi af reikistjörnum og þar á meðal ein, sem
menn byggja.
Þótt æfi stjarnanna sé löng, þá eru slíkir atburðir
frábærilega sjaldgæfir. Menn hafa líkt f jarlægðinni rnilh
stjarnanna í himingeimnum við það, að tuttugu tennis-
boltar væru að hringsólast inni í allri jörðinni. Mætti
líkja þessum atburði, er kerfi vort varð til, við það, að
tveir af þessum boltum lentu fáa metra hvor frá öðrum.
Örðugt er að reikna út, hvað líkindin séu mikil fyrir
slíkri hendingu, en þó þykir örugt að álykta, að ekki
geti það verið meira en ein stjarna af hundrað miljónum,
sem þetta hafi getað komið fyrir á réttum tíma og með
þeim skilyrðum, sem valdið gætu slíkri afleiðing, er
myndun sólkerfisins er.
Það liggur í hlutarins eðli, þrátt fyrir þær bending-
ar, sem hér hafa komið fram, að ekki verður sagt neitt
með verulegri vissu um fjölda sólkerfa, en Eddington
telur samt sem áður þetta geta orðið til þess, að menn
venji sig af því, að líta á hverja stjörnu sem bygt ból.
Náttúran er afburða eyðslusöm. Fæst af akörnunum
verða að eikum. Og alls ekki er sjálfsagt, að náttúran sé
neitt sparsamari á stjörnur en jurtafræ. Og jafnvel
þótt menn hugsi sér, að hún eigi ekkert veglegra verk-
efni en að framleiða menn, þá væri það í fullu samræmi
við aðrar aðferðir hennar að dreifa út nokkurum miljón-