Morgunn - 01.06.1931, Qupperneq 99
M 011 G U N N
93
um stjarna, ef verða mætti, að einni auðnaðist að fram-
kvæma verkið.
Þótt fjöldi þeirra staða, sem líklegir séu til lífs-
bygða, hafi takmarkast allmikið með því, sem hér hefir
verið bent á, þá er samt líklegt, að hann mundi tak-
markast enn meira við nánari athugun og meiri vitn-
eskju. Því að þótt finna mætti margar stjörnur, sem lík-
legt sé um, að hafi flest skilyrði til lífsþróunar, þá þarf
lítið út af að bregða til þess að vega á móti mörgum góð-
um skilyrðum. Ástæður, sem í fyrstu kunna að virðast
lítilfjörlegar, geta varnað því, að líf fái einu sinni mynd-
ast; aðrar orsakir geta valdið því, að þótt það verði til,
þá nái það aldrei mikilli fjölbreytni eða háu stigi. En
Eddington ætlar, að þegar búið sé að ryðja öllu frá, sem
þekking vor verði að telja útilokun á lífi, þá verði nokk-
urir staðir eftir, sem ætla megi að keppi við jörðina í
þessum efnum.
En málið fær alveg sérstakan svip, ef vér bindum
hugsun vora eingöngu við líf samtímis voru lífi. Sá tími,
er maðurinn hefir dvalið á jörðunni, er frábærilega
skammur, ef borið er saman við aldur jarðarinnar eða
sólarinnar. En ekki er nein sérstök eðlisfræðileg ástæða
sjáanleg fyrir því, að maðurinn geti ekki lifað á jörð-
unni nokkurar biljónir ára enn, fyrst hann er eitt sinn
þangað kominn. Hitt er það, að flestir eiga líklega örð-
ugt með að hugsa sér það. En ef mönnum kemur saman
um, að líf á háu stigi nái ekki nema yfir lítið brot af ó-
lífrænni sögu jarðarinnar, þá er eðlilegt að hugsa sér,
að mikill hluti þeirra stjarna, sem annars hafa skilyrði
til þess að líf fái þróast á þeim, séu á því stigi, að lífið
sé annaðhvort horfið, eða enn ekki komið. Vér fáum
ekki undan þeirri hugsun komist, að tilraun náttúrunn-
ar með mannslífið sé markverðasta tilraunin, sem oss
sé unt að koma auga á, að hún hafi fengist við, og þess
vegna er eðlilegt að hugsa sér, að vér séum ekki einu ver-
urnar á hnöttunum, sem notið hafi eða njóta muni hinn-