Morgunn - 01.06.1931, Page 108
102
MORGUNN
margir heimar.
Ég sat niður hjá Skrauta um daginn, sem oftar.
En hvað er Skrauti? Það er klettur í Varmadalslandi,
norðan Leirvogsár, alveg við ána. Eru þar grænir bal-
ar báðumegin og skjól gott. Áin rennur, sem sagt, þar
fram hjá, en á móti, hinumegin, eru gulgrænir mosa-
bakkar. Silungur er í ánni, en mest eru það smásíli.
Menn koma að vísu stundum hingað upp eftir til að
veiða hér framar í ánni, en afla lítið, flestir, og gera
það víst frekar til dægrastyttingar, en af aflavon.
Ég sat, sem sagt, niður hjá Skrauta, og var að horfa
á sílin. Ekki var ég þó í neinum veiðihug, því að ég er
enginn veiðimaður, heldur var það af einskærri gleði
yfir því, að skoða og athuga líf þeirra og háttu. Lygnt
dýpi er við bakkann, þar sem ég sat, og sílin voru orð-
in svo spök og óttalaus, af því að ég hafði setið svo lengi
hreyfingarlaus, að þau héldu sig alveg inn við bakk-
ann, tifuðu uggunum í miðju kafi til þess að halda sér
á sama stað og skutust svo til og frá og ráku trýnin
upp í vatnsborðið til að veiða flugur. Stundum stungu
þau sér út í strauminn, en komu jafn-harðan aftur og
tóku til sinnar fyrri iðju. En það, sem vakti mesta at-
hygli mína, var það, hve gersamlega laus ]iau voru við
að veita mér nokkra eftirtekt, sem sat þarna á bakk-
anum og horfði á þau, og hve gersamlega ómöguleg öll
andleg viðskifti okkar á milli voru. Ég gat í hæsta lagi
gert þau hrædd, ef ég hefði viljað það. Yið lifðum í
tveimur gersamlega ólíkum heimum.
Þannig er um mennina og þau dýr, sem í vatni
lifa. Mennimir geta að vísu að nokkru leyti athugað
vatna- og sjávardýr, en dýrin í vatninu eru gersamlega
útilokuð frá því, að geta gert sér nokkra hugmynd um