Morgunn - 01.06.1931, Síða 110
104
M 0 R G U N N
efnið, eins og fiskunum í vatnið; í því lifum, hrærumst
og erum vér. Margir menn eiga afar-örðugt með eð
hugsa sér ,,óefnislega“ eða efnisvana tilveru. Nú eru
menn að vísu farnir að renna grun í, að það sé í raun
og veru ekki svo mjög efnið, sem er lífsskilyrði okkar,
heldur „ljósvakinn" (eterinn), og sumir eru farnir að
hugsa sér tilveru í ljósvakanum eftir dauðann, líkam-
lega (fysiska) að vísu, en ekki efnislega (materiella).
Og þeir halda, að vér lifum nú þegar í ljósvaka-líkama
hér í heimi, þeim hinum sama, sem vér eigum að nota
á frjálsari hátt í öðru lífi, — alveg eins og vér og fisk-
arnir öndum hvorirtveggja að oss súrefni, þótt á nokk-
uð annan veg sé. Og hver getur sagt, hvort ljósvakinn
(eða ,,rúmið“) er hinn hinsti og innsti veruleiki? Hand-
an við ljósvakann geta verið óteljandi heimar líkamlegs
og andlegs veruleika.
En við skulum snúa okkur aftur að silungunum.
Setjum svo, að kría eða annar fugl opinberaðist spá-
silungnum og færi að fræða hann um lífið á þurlendinu
og í loftinu. Hvernið ætti hún að geta gert silungnum
það ljóst? Hún gæti að vísu sagt t. d. um flug fugl-
anna, að það væri líkt og sundið hjá fiskunum, en þó
hefðu fuglarnir miklu víðara útsýni og allt væri yfir-
leitt miklu léttara og frjálsara. Hún mundi yfirleitt
tala við silunginn líkt og ,,andai’nir“ tala við okkur.
Og hjá almenningi ,,upplýstra“ silunga mundi verða
sama svarið og hjá okkur mönnunum, — að lýsingarn-
ar væru að einu leytinu allt of óákveðnar og á hinn
bóginn allt of ,,efnislegar“ og líkar vatnalífinu. Sil-
ungarnir vilja svei mér ekki trúa á neitt „þurlendis-
líf“ eða ,,loftlíf“, sem er alveg mótað eftir þeirra eigin
lífi og auðsjáanlega helbert hugarflug og uppspuni úr
undirvitund spásilungsins! —
Það má fara enn lengra, en ég gerði áðan, er ég
minntist á, að mennirnir og silungarnir (eða önnur lag-
ardýr) lifi í gersamlega ólíkum heimum. Segja má, að