Morgunn - 01.06.1931, Side 119
MORGUNN
113
Hann var sólginn í hljómlist og dró sig frá skemt-
unum til að geta lokað sig inni í kapellunni; þar gaf
hann hugmyndum sínum lausan tauminn á harmoníinu.
Því að þó að hann hefði rniklar mætur á að heyra söng-
verk hinna miklu tónskálda, hafði hann lítt löngun til
að leika þau sjálfur. Þar kaus hann líka, heldur en að
sækja til annara, að búa að því, sem hann átti í eigin
fórum. Þetta skildi söngkennari hans, og æfði hann þess
vegna aðallega í að leika upp úr sér.
Frá því hann var ellefu til fimtán ára lifði hann
allur í ljóðagjörð og söng. Við hátíðleg tækifæri og í
kirkjunni voru leikin lög eftir hann og á skólabekkjun-
um lesin ljóð hans. En í námsgreinum var hann fákunn-
andi og mátti varla kinnroðalaust leysa reikningsdæmi.
Þegar hann hafði lokið fyrsta háskólaprófi sínu,
með lélegum vitnisburði, vildi faðir hans, að hann byggi
sig undir að fara í fagurfræðiskólann og legði fyrir sig
byggingaríþrótt. Náði hann þar inngöngu þrátt fyrir
vísindalega fákunnáttu sína og var nú í 3 ár á fagur-
fræðiskólanum lærisveinn, sem áður fullur af hugmynd-
um og gaf sig meira við að fella saman hugsanir og'
orð heldur en steina. Með því að hann að eðlisfari var
aðallega hneigður fyrir að gjöra alt upp úr sér, skirrð-
ist hann ósjálfrátt við, að líkja eftir háttum fyrri meist-
ara. Hann hafði ekki yndi af námsiðkunum sínum öðru
en því, sem hann mátti beita við skapandi ímyndunar-
afli sínu.
Hann var af borgaraættum og vanur borgarahátt-
um og tók nú að leiðast hið tilbreytingalausa líf sitt.
Þrjú ár í röð var hann þá í Þýzkalandi að leita sér þar
verkefna fyrir hið skáldhneigða draumlyndi sitt. Með-
al annars sökti hann sér í Múnchen niður í hinar stór-
fenglegu tónsmíðar Wagners.
Trú sinni var hann búinn að glata. Fyrir bóklestur,
viðræður við aðra og alla kynningu af lífinu, var hann
orðinn sannfærður um, að efnið væri hið eina verulega
8