Morgunn - 01.06.1931, Page 120
114
MORGUNN
í lífinu, og allar vei’ur og hlutir væru afleiðsli af því eft-
ir einhverju ósjálfráðu lögmáli. Maðurinn ætti hugsana-
hæfileika sinn að þakka einhverjum sérstaklega hag-
kvæmum atvikasamböndum. P. Forthuny var efnis-
hyggjumaður, en þó ekki sneyddur von um, að einhver
kynni að geta sannfært hann um, að honum skjátlaðist.
En þessi efnishyggjumaður var fullur af hugsjónum.
Hann dreymdi um óteljandi verkefni fegri og betri, en
nokkuð sem skilningarvitin geta orðið vör við. Og þeg-
ar hann fann ekki fyrir utan sig það, sem gæti fullnægt
honum, leitaði hann þess innra í anda sín sjálfs.
Nokkuð af þessari hugsjónaólgu hefir fengið útrás
í tveim skáldsögum, sem hann ritaði fyrir 30 árum.
En auk þess að vera skáldsagnahöfundur og tón-
skáld lagði hann einnig stund á málaraíþrótt, en fylgdi
samkvæmt eðli sínu engri stefnu. Hann málaði fegurstu
landslagsmyndir í ýmsum stíl, en að leita að frummynd-
inni nokkursstaðar í veruleikanum, hefði verið árangurs-
laust; hana var ekki annarsstaðar að finna, en í heila
hans. Þótt myndir hans væru svo verulegar, sem hugs-
ast gat, voru þær ekki annað en draumur.
Þar sem hann var bæði málari, tónskáld og bók-
mentamaður, hafði hann alt í það að vera listdómari,
enda leiddu atvikin til þess. En ekki var það heldur með
sama hætti og venjulegt er. Með öllu, sem hann ritaði
um listir, vildi hann beina fram á leið og upp á við. í
hverju listaverki leitaði hann að sálfræði höfundarins,
vildi uppgötva innstu hvatirnar, sem höfðu knúð hann,
stika djúp andans, og gramdist það sumum listarnönnum-
Til þess að geta komizt í beint samband við allan
hugsanaferil hinna siðmentuðu þjóða í heild, tók hann
að læra tungumál þau, sem þar mættu honum helzt að
gagni verða. Til þess hafði hann einnig sína aðferð, að
lesa blöð þessara þjóða, fyrst barnablöð, þar sem sömU
orðin koma oft fyrir og setningar einfaldar og ljósaxO
færði sig svo upp á skaftið uns hann gat lesið blöð, ei'