Morgunn - 01.06.1931, Page 128
122
M 0 R G U N N
yfirgefa hann. Eg fer nú og mun ekki ónáða þig fram-
ar. En Forthuny gat þó blíðkað hann aftur. En eitt sinn,
er P. F. varð gramur, kastaði hann frá sér ritblýinu
eitthvað óþolinmóðlega. Daginn eftir ritaði leiðtoginn
og átaldi hann harðlega, að hann hefði vogað sér, að
kasta framan í sig ritblýinu. Hann heyrði reyndar, að
hann væri að biðja sig fyrirgefningar, en slíkt væri ekki
hægt að fyrirgefa eða bæta fyrir það með öðru en full-
kominni undirgefni undir vilja sinn.
Alt öðruvísi er samband P. F. við son sinn, Friðrik
Forthuny. Hann talar um leyndardóma lífsins og dauð-
ans við föður sinn, en ætíð í lotningarfullum anda.
22. júlí skrifar hann: Það er toi-velt að lýsa hinni
miklu sælu, þegar sálin leysist frá umbúðum holdsins.
. . . Eg hefi dáðst að guðdómlegum sannindum sköpunar-
innar frá fyrsta augnabliki, sem þau urðu mér ljós, og
eg fullyrði, að fullkomnustu heilar á jörðunni geta ekki
fengið hugmynd um þær dásemdir í sælustu draumuW
sínum. ... Eg hefi orðið þess vís, að dauðinn er afklæðing
hins mannlega hjúps og að lífið er fyrirdæming sálarinnar
í prísund efnisins. ... Hinn góði dómari, sem á að vísa
mér leiðina, spurði mig, hvort eg harmaði hina síðustu
atburði, sem höfðu hrifið mig af jörðunni. Eg svaraði,
að fjarri væri mér, að vera svo vanþakklátur fyrir þá
miklu gæfu, sem mér hefði hlotnast, en eg þekti á jörð-
unni verur, sem tár þeirra yllu mér sái’sauka. En hann
sagði, að það væri eðli þitt, að þú gætir ekki lengi haft
þá sorg, án þess að eignast síðustu vonina um endur-
fundi. . . . Vertu sæll, kæri faðir, og kystu mömmu og
Colettu frá ráðgjafa þeirra og leiðtoga. Fred.
Um dulvitundar- og lækningagáfuna, sem P. F.
mundi fá, hafði ,,leiðtoginn“ þegar sagt fyrir:
„Innan skamms munt þú fá fullkomna þekking á
því, sem er eftir dauðann og eftir lífið, og það verður
fyrir dulheyrn og skyggni. Þú munt fá fjölda af læri-
sveinum, sem þyrpast til þín, til að fá fræðslu. Já, þú