Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 24

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 24
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 201224 SJÁlfStJÓrnUn barna og Ungmenna sjálfstjórnun í bArnæsku Sjálfstjórnunarfærni eykst og tekur miklum breytingum á fyrstu árum ævinnar. Við fæðingu hefur barn takmarkaða stjórn á ýmsum líffræðilegum og sálfræðilegum þáttum og því gegna foreldrar mikilvægu hlutverki í að stjórna atferli sem barnið nær sjálft stjórn á síðar, svo sem svefni og tilfinningum. Því kemur það í hlut foreldra eða annarra að hugga ungbarn sem grætur; það er tekið upp, því strokið og vaggað þar til það nær stjórn á tilfinningum sínum. örfáum mánuðum síðar getur barnið betur stjórnað líðan sinni, til dæmis með því að stinga upp í sig snuði eða fitla við hár sitt (Kopp, 1982; Shonkoff og Phillips, 2000). Þessi þróun heldur áfram á leikskólaaldri þar sem börn öðlast aukna getu til að stjórna tilfinningum, þeim gengur sífellt betur að halda og beina athygli og þau halda aftur af viðbragði án stuðnings frá fullorðnum. Þannig sýna rannsóknir til dæmis að fimm ára börn geta beint athygli að verkefni, svo sem að hlusta á sögu, í mun lengri tíma en þriggja ára börn (Kalpidou, Power, Cherry og Gottfried, 2004; McClelland o.fl., 2010). Að sama skapi eykst geta þeirra til að halda aftur af hegðun á leikskólaaldri, til dæmis eiga börn auðveldara með að skiptast á um leikfang og bíða í röð eftir því sem á líður leikskólaaldurinn (Kopp, 1982; McClelland o.fl., 2010). Þær miklu breytingar sem verða á sjálfstjórnun á fyrstu æviárum og á leikskóla- aldri má meðal annars rekja til þroska heilans. Á sama tíma og börn taka framförum í stjórnun tilfinninga, hugsunar og hegðunar eiga sér stað breytingar á uppbyggingu og virkni í framheilablaði (e. prefrontal cortex) en nýlegar rannsóknir í taugasálfræði sýna að þroski þessa hluta heilans leiðir til aukinnar getu til að stjórna flókinni hugsun með meðvituðum hætti (e. executive functioning) og að slíkur þroski skýrir að hluta þær framfarir sem verða í sjálfstjórnun í barnæsku (Zelazo og Lee, 2010). Þau dæmi um sjálfstjórnun sem gefin hafa verið hér endurspegla meginstef í þróun sjálfstjórnunar á fyrstu árunum og á leikskólaaldri; stjórnunin er upphaflega í hönd- um annarra en með réttum stuðningi, svo sem leiðandi uppeldisaðferðum og góðum fyrirmyndum, færist hún inn á við og barnið nær æ betri tökum á eigin tilfinningum, hugsun og hegðun (Kopp, 1982). Því verður stjórnunin öflugri og sjálfráðari eftir því sem barnið eldist. Að auki má sjá af ofangreindum dæmum að til þess að börn geti stjórnað eigin tilfinningum, hugsun og hegðun í samræmi við kröfur umhverfisins verða þau að tileinka sér reglur samfélagsins sem þau alast upp í, gera þær að sínum eigin og fara eftir þeim (Kopp, 1982). Því geta börn einungis öðlast þá sjálfstjórnun sem ætlast er til af þeim ef þau gera reglur umhverfisins að sínum eigin (e. internal- ization of values). Þannig felst sjálfstjórnun ekki aðeins í getu barns til að stjórna eigin hegðun, heldur að tileinka sér þær reglur sem eru skilyrði slíkrar stjórnunar. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig sjálfstjórnunarhæfni barna á leikskólaaldri tengist annars konar þroska. Áður hefur því verið lýst hvernig rann- sóknir um miðbik síðustu aldar sýndu fram á tengsl milli getu til að halda aftur af hegðun og gengis í skóla. Nýrri rannsóknir hafa í auknum mæli skoðað getu barna til að samhæfa mörg ferli sem falla undir sjálfstjórnun. Flestar hafa beint sjónum að sjálf- stjórnun hegðunar (e. behavioral self-regulation), það er getu til að samhæfa athygli, vinnsluminni og getu til að halda aftur af hegðun (McClelland, Cameron, Connor,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.