Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 45

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 45
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 45 Hrönn pÁlmadÓttir og JÓHanna einarSdÓttir Hognestad, Svenning og Winger, 2010; Johansson, 2011a; Johansson og Emilsson, 2010). Leikur og leikrænar athafnir barnanna einkennast af óreiðu þar sem líkaminn er þunga- miðjan en um leið styður hreyfing líkamans við leikinn. Samkvæmt hefðbundnum kenningum þroskasálfræðinnar hefur hreyfing líkamans oft verið skilgreind sem þáttur í hreyfiþroska barna og flokkuð sem hreyfileikir en síður sem merkingarbær samskipti (Danby, 2002; Hangaard Rasmussen, 1996; Løkken, 2009). Í alþjóðlegu samhengi eru rannsóknir innan menntunarfræða með börnum undir þriggja ára aldri nýtt rannsóknarsvið og þörf á frekari rannsóknum til að varpa ljósi á margvíslega þætti varðandi leikskólagöngu barnanna (Berthelsen, 2010; Fleer, 2009; Rayna og Laevers, 2011). Í samantektum yfir norrænar menntarannsóknir meðal ungra leikskólabarna kemur fram að þrátt fyrir fjölgun rannsókna hin síðari ár sé skortur á þekkingu á samskiptum, leik og tengslum yngstu leikskólabarnanna (Broström og Hansen, 2010; Greve og Solheim, 2010; Hännikäinen, 2010; Johansson og Emilson, 2010). Bent hefur verið á að yngstu leikskólabörnin séu jaðarhópur í opinberri orðræðu um menntamál og jafnframt hefur því verið velt upp hvort þekking og upplifun barna, sem ekki er tjáð með orðum, sé minna metin en mælanleg formleg þekking sem tjáð er með orðum (Biesta, 2009; Greve, og Solheim, 2010; Johansson, 2011a; Johansson og Emilson, 2010). yngstu leikskólabörnin, sem eru ekki enn farin að nota tungumálið sem megintjáningarleið sína, gætu því haft takmarkaðri möguleika en þau sem eldri eru á því að láta til sín taka í leikskólasamfélaginu. Markmið rannsóknarinnar, sem hér er kynnt, er að varpa ljósi á það hvernig yngstu leikskólabörnin skapa félagslegt samfélag í leik í leikskóla. Leitast verður við að lýsa því, greina og túlka hvernig börnin líta á, byggja upp og þróa samskipti sín í leik. Líkaminn, rödd barna Rannsóknin byggist á kenningu franska heimspekingsins Maurice Merleau-Ponty (1962, 1994) sem nefnd hefur verið „fyrirbærafræði líkamans“. Í kenningu hans um lífheiminn (e. life-world, fr. monde vécu) er samtvinnuðum tengslum manneskjunnar við umhverfið lýst. Manneskjan tjáir tilvist sína með líkamanum þar sem hið efnis- lega og hið sálræna myndar heild eða kerfi sem verður ekki aðskilið. Lífheimurinn er heimur þar sem náttúra, samfélag, menning, saga og barnið koma saman. Lífheimur- inn táknar hið merkingarbæra samhengi sem hjálpar fólki að skilja og túlka umhverfi sitt. Tjáning er samkvæmt kenningunni annað og meira en ein af aðgerðum mann- eskjunnar; hún er grundvöllur tilvistar og þroska hennar. Lífheimurinn einkennist af margræðni (e. ambiguity) og er hlutlægur og huglægur í senn. Í þessum skilningi felst margræðni líkamans meðal annars í því að barnið er alltaf bæði ég sjálf/ur og ég eins og aðrir upplifa mig (Doud, 1977; Hangaard Rasmussen, 1996; Heinämaa, 1999). Margræðnin í lífheimi barnsins birtist einnig í því að það getur bæði verið hæft í samskiptum sínum við umhverfið og hjálparþurfi í sömu aðstæðum (Johansson og Emilson, 2010). Merleau-Ponty (1962, 1994) undirstrikar að manneskjan hafi reynslu af því að vera í heiminum löngu áður en hún geti tjáð það með orðum. Frá upphafi beinir barnið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.