Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 83

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Blaðsíða 83
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 83 atli HarðarSon ríkjandi hefð í námskrárfræðum. Stúdentar höfðu nýlega gert uppreist gegn mennta- kerfi og samfélagsháttum. Sextíu og átta kynslóðin var enn ung og róttæk og margir tortryggnir í garð menntastefnu sem ætlað var að móta unglinga eftir markmiðum sem viðurkennd voru af yfirvöldum. Möguleikinn á að annað verði úr nemendum en kennarar og yfirvöld menntamála ætla er enn til staðar, sem betur fer. Þessi möguleiki tengist þriðja atriðinu í andófi Stenhouse gegn því að skipuleggja nám út frá markmiðum. Það er nefnilega svo að því betur sem menntun heppnast, þeim mun óútreiknanlegra er hvað út úr henni kemur. Ef það tekst virkilega vel að mennta nemanda þá er eins víst að hann finni lífi sínu markmið sem kennurunum hefðu aldrei til hugar komið. Rök Stenhouse fyrir því að ekki sé hægt að tilgreina fyrir fram hvað gott hlýst af menntun eru flókin en meginhugsunin birtist í þessum orðum úr bók hans frá 1975: Menntun … heppnast að svo miklu leyti sem hún gerir atferli nemenda ófyrirsjáanlegt. Hugsum okkur að það sé verið að fara yfir söguritgerðir. Sá sem fer yfir þær þarf að lesa þær ansi margar. Sem hann les stendur hann oft frammi fyrir þeirri dapurlegu staðreynd að rit- gerðirnar eru hver annarri líkar. … En það leynist samt ein og ein í staflanum sem er frumleg, kemur á óvart, sýnir merki um sjálfstæða hugsun. Þessar ófyrirsjáanlegu, það eru þær sem eru til marks um árangur. (Stenhouse, 1975, bls. 82; leturbreyting hans) Um leið og fallist er á að menntun miði að því að nemandi geti komið kennurum sínum á óvart er líka fallist á að kennarinn geti ekki sagt fyrir fram hvernig nemandinn á að verða. Það má skýra þetta á fleiri vegu. Ein leið er að benda á að opið samfélag í þróun notar menntakerfi sitt ekki einungis til að miðla þekkingu og gildum. Það leitar líka nýrrar þekkingar og nýrra gilda með þessu sama menntakerfi. Ef við einblínum á miðlunina getum við kannski skipulagt kennslu út frá markmiðum. En þegar við hugum að leitinni verður okkur ljóst að það er ekki hægt að fastsetja fyrir fram hverju menntunin skilar. Ef hún gerir menn sjálfstæða og færa um að hugsa eitthvað nýtt þá verður útkomunni ekki lýst fyrir fram, að minnsta kosti ekki af nákvæmni. lokAorð Hefðbundið líkan af námskrárgerð sem rekja má til Bobbitts og Tylers gerir ráð fyrir að markmið séu ákveðin fyrst og leitt af þeim hvað skuli kennt. Krafa nýrrar aðalnám- skrár framhaldsskóla um að hver áfangi sé skipulagður út frá markmiðum sem til- greina þekkingu, leikni og hæfni er í anda þessa líkans og lýsingin á grunnþáttunum sem sameiginlegum yfirmarkmiðum allra námsgreina er það að nokkru leyti. Sé vit í gagnrýni Schwabs er ekki hægt að byrja með hreint borð og endurskapa skólann. Þessi gagnrýni útilokar hins vegar ekki að það sé bæði mögulegt og skyn- samlegt gera hóflegar umbætur með hliðsjón af markmiðum á borð við grunnþættina. Það er mikill munur á að vinna að umbótum innan hefðar eða kerfis þar sem gamlir veggir standa (svo enn sé vitnað í líkingu Descartes) og að skapa nýtt frá grunni. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.