Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 97
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012 97
HJalti JÓn SveinSSon og rúnar SigÞÓrSSon
sem snerta einstaklingana mjög persónulega, eins og um námsörðugleika og sam-
skipti við foreldra. Ekkert kom fram sem benti til þess að viðmælendur væru að reyna
að þóknast rannsakandanum. Þvert á móti virtust þeir segja frá lífi sínu á mjög heiðar-
legan hátt án þess að merkjanlegt væri að vald spyrjanda væri meira en sem eðlilegt
getur talist í rannsóknum þar sem fullorðinn spyrjandi ræðir við unglinga eða ungt
fólk (Cohen, Manion og Morrison, 2007). Gætt var að öllum venjulegum viðmiðum
um nafnleynd og hljóðskrám eytt að lokinni afritun.²
niðurstÖður
Hér á eftir eru niðurstöður teknar saman í fjögur þemu sem fram komu við greiningu
viðtalanna við B-hópinn. Þau fjalla um 1) færsluna úr grunnskóla í framhaldsskóla,
2) reynslu nemenda af áfangakerfi í framhaldsskóla, 3) trú á eigin getu og námsáhuga
og 4) félagslegar aðstæður og hlutverk foreldra og vina. Í upphafi umfjöllunar um
hvert þema er þó vikið að niðurstöðum úr viðtölunum við A-hópinn til að varpa ljósi
á ólíka reynslu hópanna.
Úr grunnskóla í framhaldsskóla
Flest var líkt í svörum beggja hópanna um þá breytingu að hefja nám í framhalds-
skóla. öllum bar saman um að vel hefði verið tekið á móti þeim og að þeim hefði líkað
vel það fyrirkomulag sem komið hafði verið á fyrir nýnema og meðal annars var fólg-
ið í sérstökum lífsleiknitímum með umsjónarkennurum. Undantekningarlaust fannst
þeim spennandi að takast á við nýjar aðstæður á borð við mikinn fjölda nemenda og
kennara og að þurfa að fóta sig í hinu geysistóra húsnæði. Mörgum viðmælendum
þóttu þessi tímamót gefa þeim tækifæri á nýju upphafi og tækifæri til að ná tökum á
náminu. Það átti ekki síst við um A-hópinn.
Þátttakendur í B-hópnum gátu þess flestir sérstaklega að á fyrstu önninni hefði
verið áberandi hversu mikil upprifjun var í helstu námsáföngunum, eins og ensku,
íslensku og stærðfræði. Sumum fannst það kostur vegna þess að það brúaði bilið milli
grunnskólans og framhaldsskólans. Þeir kunnu því vel að fara hægt af stað og finna
námið þyngjast smám saman. Þeir áttu von á að skilin yrðu brattari og þeir þyrftu
strax að takast á við ný og erfiðari viðfangsefni en að því hefði komið síðar.
Einni stúlknanna, sem hafði átt mjög góðu gengi að fagna í grunnskóla, kom þó á
óvart hve námið var þungt og kröfurnar miklar. Hún kvaðst hafa þurft að leggja mikið
á sig því að hún hefði viljað halda áfram að gera vel: „Mér fannst námið öðruvísi og
erfiðara og hafði minni trú á sjálfri mér en ég hafði haft. Svo þegar kom að prófum þá
var þetta allt í lagi.“
Í áfangakerfi
Á Akureyri eru tveir framhaldsskólar, Menntaskólinn á Akureyri, MA, sem er bekkja-
skóli, og VMA sem starfar samkvæmt áfangakerfi. Enginn þátttakandi A-hópsins hefði
átt kost á því að innritast í MA á grundvelli námsárangurs í grunnskóla. Hjá sumum