Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 128

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Side 128
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012128 trú leikSkÓlabarna Á eigin getU ekki heyra það. Bjarna virtist ekki líða vel. Þegar hann fékk tækifæri til að syngja lagið aftur sýndi hann viðleitni til að sigrast á erfiðleikunum og gekk vel; auk þess að muna nú allt lagið söng hann hátt og skýrt. Hann hafði öðlast þá reynslu að hann vissi að hann gæti tekist á við verkefnið, honum virtist líða vel. Þegar hann söng í þriðja sinn virtist hann búast við að söngurinn heppnaðist vel. Það má leiða líkum að því að amma Bjarna hafi verið sterk fyrirmynd hans og hún hafi hvatt hann til að læra að syngja viðkomandi lag, en hann fékk síðan frekari hvatningu frá leikskóla- kennaranum og hópnum í heild. önnur börn í leikskólanum, sem komu fram í sam- verustundinni, voru eflaust einnig fyrirmyndir Bjarna. Greining 4: Lísa Hvernig má greina út frá fyrrgreindum viðmiðunum trú Lísu (tveggja ára) á eigin getu, í tónlistarstund meðal sex barna og tveggja leikskólakennara? Lísa var nýbyrjuð í leikskólanum og var í fyrsta sinn í tónlistarstund. Í stundinni sýndi Lísa viðleitni til að sigrast á erfiðleikum en hún virtist óörugg, sérstaklega í upphafi stundarinnar. Þá sat hún ásamt einum dreng í fangi Jónu leikskólakennara og fylgdist með hinum börn- unum. Drengurinn fór fljótlega úr fangi Jónu og tók þátt í athöfnum með börnunum. Lísa sat áfram í fangi Jónu, hún virtist ekki hafa þá tilfinningu að hún réði við aðstæð- ur. Það mátti meðal annars greina á því að tár runnu niður kinnar hennar. Kennarinn hélt Lísu þéttar að sér. Lísa þurrkaði tárin og sneri sér við í fangi Jónu þannig að hún sneri baki í barnahópinn sem hélt áfram að leysa ýmis tónlistarverkefni. Viðfangsefni barnahópsins vöktu áhuga hjá Lísu, ekki síst þegar Guðný leikskóla- kennari tók eitt og eitt plastdýr upp úr taupoka og barnahópurinn gaf frá sér hljóð sem passaði við viðkomandi dýr. Þá sneri Lísa sér til hálfs við í fangi Jónu þannig að hún sneri vanganum að barnahópnum, loks sneri hún sér alveg við og horfði á dýrin sem Guðný tók upp úr pokanum. Lísa brosti og horfði stíft á ljónið sem Guðný tók upp. Þegar Guðný sá áhuga Lísu á ljóninu spurði hún hvort Lísa vildi fá ljónið og rétti höndina með ljóninu í átt að Lísu: „Lísa brosir.“ Jóna, sem sat með Lísu, hallaði sér fram í átt að ljóninu og það gerði Lísa líka. Lísa rétti brosandi fram vinstri höndina í átt að ljóninu og tók við ljóninu úr hendi Guðnýjar. Á meðan barnahópurinn lék sér með dýrin og myndaði hljóð sat Lísa enn í fangi Jónu en hallaði sér ekki lengur upp að henni. Lísa brosti og horfði á barnahópinn leika sér. Síðan skreið Lísa úr fangi Jónu og fór inn í barnahópinn. Lísa sat brosandi, hélt á ljóninu og horfði á hin börnin leika sér með dýrin. Því næst settist Lísa í miðjan barnahópinn án stuðnings Jónu, hún hélt enn á ljóninu, brosti og fylgdist með því sem hinir voru að gera. Þegar Guðný stóð upp og spilaði lag fyrir börnin til að dansa eftir stóð Lísa upp eins og hin börnin. Hún hreyfði sig fyrst hægt eftir tónlistinni og dansaði um stund þar til að hún kom auga á mynd af ljóni á veggnum, þá gekk Lísa frá dansandi barnahópnum að myndinni, skoðaði hana og ýtti á myndina. Stuttu síðar lauk tónlistarstundinni. Lísa bjó ekki yfir þeirri reynslu að hafa tekið þátt í tónlistarstund í leikskóla. Í upp- hafi stundarinnar leið Lísu illa en smám saman varð hún öruggari og henni leið betur. Hún mætti því óvænta, fyrst í fangi leikskólakennarans, en smám saman sýndi hún viðleitni til að sigrast á erfiðleikunum. Það má segja að hún búist við jákvæðri útkomu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.