Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 150

Uppeldi og menntun - 01.07.2012, Page 150
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(2) 2012150 HlUtverk HÁSkÓlakennara í nÁmSkrÁrgerð „Ég kenni á svipaðan hátt og mér var kennt“ var algengt svar háskólakennara í öllum greinunum við þeirri spurningu hvert þeir sækja námskrárhugmyndir sínar og vís- uðu þeir þá bæði til kennsluorðræðu greinarinnar, þ.e. hvernig greinin er kennd, og til stýrandi orðræðu með vísunum sem oft voru duldari en báru t.d. með sér hugmyndir um merkingu þess að vera góður verkfræðingur eða eðlisfræðingur. Þó ber að hafa í huga að missterk flokkun greina (sjá 4.–5. línu í töflu á bls. 147) hefur áhrif á það hversu sterk tengsl eru milli staðbundinnar námskrár og alheimsnámskrár. Þannig hafa kennarar í eðlisfræði (sem býr við sterka flokkun þekkingar) upplifað svipaða námskrá og kennslu hvar sem þeir voru í heiminum og innan greinarinnar ríkir mikill einhugur um það hvað eigi að kenna og hvernig. Í mannfræði hins vegar, sem býr við veika flokkun, hafa kennarar upplifað fjölbreytilegri námskrá. Sú fjölbreytni er viðurkennd og jafnvel talin mikilvægt einkenni háskólagreinar sem spanna á mann- legt litróf og endurspeglast í akademísku frelsi háskólakennaranna. Menning hverrar háskólagreinar hefur mikil áhrif á staðbindingu hennar. Kennar- arnir sem talað var við samsömuðu sig greinilega skorinni sinni og notuðu gjarnan fornöfnin „við“ til aðgreiningar frá „hinum“ í viðtölum. „Svona gerum við þetta hér“ eða „ólíkt öðrum deildum“ var algengt orðalag hjá viðmælendum. Með því að nýta hugmyndir Bernsteins (2000) um samsafnað og samþætt skipulag stofnana (sjá mynd 2) mátti draga fram stofnanaskipulag hverrar skorar. Slíkt skipulag speglast í stýrandi orðræðu skorar og þar með mögulegum samskiptaháttum innan hennar, ríkjandi hugmyndum um hlutverk kennara og nemenda svo og í því hvernig kennarar geta unnið saman að gerð námskrár. Innan véla- og iðnaðarverkfræðinnar töluðu kennarar um deildina sína sem sam- heldið samfélag þar sem kennarar hittust oft og skiptust á skoðunum. Þeir leggja áherslu á vellíðan á vinnustað, að mál séu leyst af heiðarleika, að samskipti séu gef- andi og segja andann í skorinni góðan. Stýrandi orðræða skorarinnar einkennist af veikri umgerð sem endurspeglast í samskiptaháttum kennara þar sem samræður og samskipti eru óformleg og á jafningjagrundvelli. Hún endurspeglast sömuleiðis í samskiptum nemenda og kennara þar sem sérstök áhersla er lögð á að nemendur hafi ætíð góðan aðgang að kennurum, sérstaklega þegar líður á námið og flokkun samskipta milli kennara og nemenda veikist. Skipulagi skorarinnar er best lýst sem samþættu (sjá stofnun B á mynd 2). Þegar rannsóknin var gerð voru skrifstofur kennara í mannfræði dreifðar víða um háskólasvæðið og skorin átti sér hvergi eiginlegan samastað. Kennarar lýstu skorinni sinni sem stöðugri og yfirvegaðri þar sem hverjum kennara væri sýnt það traust að fá að sinna sínu án íhlutunar annarra. Námskrárgerð og markmið greinarinnar voru sjaldan rædd og kennarar skipulögðu námskeið sín mikið til án samráðs. Skipulagi skorarinnar var þannig best lýst sem samsöfnuðu (sbr. stofnun A á mynd 2). Innan deildar voru kennarar þó missáttir við einyrkjastarfið og höfðu nokkrir þeirra hafið með sér samstarf um kennslu sem þeir vildu gjarnan að fleiri ættu aðild að. Með nýjum skorarformanni voru þessar áherslur styrktar enn frekar og vikulegir fundir skipu- lagðir og nýttir til umræðna, m.a. um kennsluhætti. Þannig tóku kennarar upp ný tengsl sem sneru að samstarfi um nám og kennslu. Við aukin samskipti og samvinnu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.