Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 6
GUÐNI ELISSON OGJOX OLAFSSOX
áhrif á þetta, en margir stjómmálaheimspekingar og aðrir kenninga-
smiðir um þjóðfélagsmál hafa haldið þvd fram að söguleg framvánda
heyri fortíðinni til og að þjóðfélagið muni hér efdr hrærast í ófullkomn-
um en máttugum veruleika borgaralegs lýðræðis og markaðsfrelsis. A
sama ríma eru vísindin orðin mtm sýnilegri hluti af samfélaginu og skipa
mikilvægari sess í h'fi hins almenna borgara. Stórstíg þrótm í erfðafræði
og h'fvísindum á síðustu árum hefur vakið vonir um framfarir í læknis-
þjónustu sem gæti gerbreytt lífi allra jarðarbúa, eða að minnsta kosti efn-
aðri hluta mannkynsins. Þannig hefur staðleysan verið endurv akin í vís-
indum sem eru knúin áfram af bjartri fullvissu markaðsaflanna um
veröld nýja og góða.
I þessu hefti Ritsins fjalla sjö íslenskir fræðimenn á sviði heimspeki,
bókmennta, sagnfræði og fornffæði um staðleysu frá ýmsum hhðum, en
greinarnar eru unnar upp úr fyrirlestrum um staðleysuhugtakið sem
haldnir voru á málþingi á vegum Hugvísindastofnunar 9. febrúar 2002.
Einnig eru birtar þýðingar úr verkum þriggja þekktra heimspekinga sem
hver með sínum hætti fjallar um staðleysukenningar. Hefdð gefur í senn
yfirlit um staðleysuhugmyndir og greinir þátt staðleysunnar í samtíma-
umræðu.
✓ *
I grein um staðleysubókmenntir síðustu aldar dregur Ami Bergmann
saman nokkra meginþræði og bendir á að staðleysan hafi vikið fiæir
þjóðfélagsmartröðinni. Hin fagra framtíðarsýn er ekki aðeins vandasöm
í meðförum þar sem erfitt er að skapa dramatíska spennu í lýsingu á
paradís, reynslan af dratimaríkjum reynist jafnffamt uppspretta hn llings
ffekar en hið gagnstæða.
XJlfhildur Dagsdóttur fjallar um fantasíur vísindanna í samtímaskáld-
sögum um klóna, sæborgir og fleiri verur. Hiin dregur glögglega ffam
hvernig bókmenntagreinar á borð við vísindaskáldsöguna gera sumar
ótrúlegustu afleiðingar vísindalegra uppgötvanna að veruleika í skáld-
skap. Bryndís Valsdóttir er bundnari váð væruleika hins mögulega í uin-
fjöllun sinni um siðffæði erfðavísinda. Hún rekur nokkrar þeirra sið-
ferðilegu spurninga sem einræktun vækur og sýnir fram á að jafnvel þó
einræktun sé ekki til marks um dramatískar breytingar á sjálfsvnðhaldi
samfélagsins, og útópískar eða dystópískar afleiðingar hennar séu í raun
fjarlægar, munu einræktun og erfðavísindi neyða menn til að endurskoða
rnörg þau gildi sem enn virðast heilög. Þannig er siðferðilegt uppgjör í
vissum skilningi óumflýjanlegt í ljósi erfðavísinda. Jón Olafsson fjallar
4