Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Síða 12

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Síða 12
ARNI BERGMANN „íhaldssemi“ dystópískra skáldsagna. Hann segir mikinn mun á þW að andmæla útópískum hugmyndum með almennum vangaveltum um mannlegt eðli og takmarkanir sem möguleikum mannsins eru settar og því, að fara með lesanda skáldsögu í ferðalag til helvítis sem útópísk áform hafa skapað: Þar með erum \ið neydd til að upplifa útópíu sem svo sárs- aukafulla martröð að \ið missum alla löngun til hennar.... Sem vopn í búri heimspekilegrar íhaldsstefnu hafa fá re\mst jafh skæð og and-útópía samtímans.5 Á öðrum stað í sama riti segir hann að líta megi á dystópísku skáldsög- una sem uppfinningu til að berja með á sósíalismanum „að svo miklu leyti sem sósíahsminn var talinn útfærðasta birtingarform dýrkunar nú- tímans á vísindum, tækni og skipulagi".6 En þessi „íhaldssemi“ er reynd- ar ekki öll þar sem hún er séð. Höfundar hinna miklu skáldsagna um ill- ar staðleysur eru einatt teygðir sjálfir á milli ffeistinga útópískra framtíðarsýna og ótta við það að útópía í framkvæmd snúist í andstæðu sína. Zamjatin, Orwell og Huxley sameina allir í sér útópísk viðhorf og dystópísk. Þeir Zamjatin og Orwell voru sósíalistar sem vildu með verk- um sínum vara við því hvaða stefna rússneska byltingin hefði tekið. Huxley átti sjálfur eftir að búa til sælustað í skáldsögunni Island (1962), en þar hefur tekist að sameina vestræna þekkingu og austræn lífstiðhorf (Búddisma) í réttlæti og hófsemi sem tryggir m.a. farsælt sambýli manns og náttúru. Þessir höfundar gáfu sjálfir ekki upp á bátinn trú á jöfnuð, vísindi og skynsemi - en þeir fundu hjá sér brýna þörf fiæir að vara \nð því, hve erfitt væri að láta hugsjón ogveruleika mætast. Hin illa staðleysa í skáldsögum þeirra nærðist á útópíunni í þeim sjálfum. Þegar \áð svo nálgumst síðustu aldamót breyæist sjálfur óttinn \ið ffamtíðina. Áður var sú hrollvekja algengust sem tengist ótta við mikið og altækt skipulag, við ofstýringu með kúgun og innrætingu. En í seinni tíð skrifa merkilegir rithöfundar framtíðarhrollvekjur, sem lýsa einkum óttanum við að allt skipulag hnnji og tæknin með. Stóri bróðir er dauð- ur og Vélin mikla er biluð. Slíkar dystópíur gerast einatt í náinni fram- tíð eftir stórslys, sem ekki er nánar lýst, eða efdr röð mikilla áfalla. Nema 5 Krishan Kumar. Utopia and Anti-Utopia in Modem Times (Basil Blackwell, Oxford 1987), bls 103. 6 Sama rit bls. 49. IO
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.