Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 16

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 16
ARNI BERGMANN allir eru dæmdir til. Uppreisn kom til greina og hún var reynd. í sumum dystópíum síðari ára eru málalokin sjálf heldur ekki í kolsvörtu m\Tkri. Konurnar sem takast á við háskalegt karlrembuveldi í Sögii Þemunnar (1986) eftir Margaret Atwood eiga sér undankomuleið þrátt fyrir allt. Sögukonan í skáldsögu Pauls Austers hafði í upphafi lýst yfir andófsválja sínum: „Eg ætla ekki að vera eins og aðrir“ - m.ö.o. hún neitar að leyfa aðstæðum að breyta sér í „skrýmsli".10 Við það hefur hún staðið - og ef til vill bjargast hún með fjórum öðrum réttlátum úr Sódómu hinna síð- ustu hluta. En í tveggja ára gamalli rússneskri skáldsögu Tatjönu Tolstaju er enn rækilegar þrengt að sviði vonarinnar en við áður þekktum. Kys gerist 200 árum eftir stórslys sem kallað er Sprengingin. Vettvangur hennar er eymdarþorp sem risið hefur þar sem Moskva stóð einu sinni. Náttúran er mjög eitruð og stórslysið hefur valdið ýmsum undrum: Sumir sem lifðu sprenginguna af eru enn á lífi og eldast ekki - en þó er hægt að drepa þá. Þeir sem síðar fæddust eru flestir afskræmdir af erfðabreyting- um. Búskapur er frumstæður, aðalfæðan mýs og hérar og eitthvað sem enn er ætt úr skógum. Tækni er horfin, prentlist er t.d. gleymd en bæk- ur handskrifaðar á birkibörk. Eftárlifendur sprengjunnar muna fýrri tíð en enginn tekur mark á þeim. Ríkið er þó ekki alveg hrunið þótt flest annað sé horfið. Rússnesk dys- tópía getur enn ekki án einhverskonar Stalíns verið. Þetta auma litla samfélag í Kys, einangrað í miðju Rússlandi, lýtur Leiðtoga sem allt veit - og það er hann sem hefur hugsað allt það sem vita má og samið þau kvæði sem hann lætur skrifara sína dreifa. I raun og veru eru þetta ljóð stórskálda Rússlands ffá fýrri tíð, sem hann hefur eignað sér. Um leið lætur hann leynilögreglu sína, heilsugæslusveitina svonefndu, leita uppi allar gamlar prentaðar bækur og gera upptækar en drepa eigendurna. Þetta er bókalaust land eins og framtíðarríkið í Við eftir Zamjatin og í 451 á Fahrenheit eftir Ray Bradbury. Ungur skrifari, Benedikt að nafni, er kynntur til sögunnar og lesand- inn gæti ædað að hann væri enn einn hinna „síðustu manna“ í heimi. Hann hefur ástríðu til bóka, hann á vingott við gamlan kyndara úr hópi eftirlifenda og hjálpar honum um skeið við að reyna að bjarga minning- um um liðna tíð og heiðri bókmenntanna. Saman reyna þeir að tálga úr tré minnisvarða þjóðskáldsins Púshkíns og reisa á sínum gamla stað. Og 10 Sama rit, bls. 11, 20. *4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.