Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 31

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 31
VARAHLUTIR FYRIR UTOPIUR yfirbuga með klækjum, Frankenstein-skrýmslið er sömuleiðis mun sterkara en maðurinn (og gáfaðara, en hann verður altalandi og fluglæs á nokkrum vikum), dýrmennin hafa styrk dýra og kænsku manna og sæ- borgir eins og Vél-María, Terminator og Robocop, Ripley og replikant- arnir eru öll ákaflega uppreisnargjörn auk þess að sýna yfirburði sína yfir manninum á einn eða annan hátt.21 Reyndar hafa „varahlutirnir“ í sögu Smith ekki mikla yfirburði yfir mannkynið, en þeir sjá hinsvegar um að tryggja mannkyninu, eða ákveðnum hluta þess, yfirburði - og jafnframt sæborgska tilveru.22 Vara- hlutimir eru líftrygging hinna ríku. Að þessu leyti minna þeir mjög á sögurnar af tvífaranum sem birtist bæði í goðsögum og gotneskum skáldskap, en samkvæmt kenningum sálgreiningarinnar er tvífarirm allt- af tákn dauðans, þrátt fyrir að verða til vegna ódauðleikaþrár. Einstak- lingurinn sem getur ekki horfst í augu við eigin yfirvofandi dauða býr sér til „tvífara“, annað sjálf, sem á að tryggja honum eilíft líf. En vandamál- ið er að um leið og þessi ímyndaða vera tekur á sig raunverulegt form (sem hún gerir ævinlega í goðsögtmum og gotnesku sögunum) verður hún einmitt að áþreifanlegri áminningu um hinn óhjákvæmilega og yf- irvofandi dauða.23 Eigendur varahlutanna leysa þetta vandamál með því 21 Terminator er gereyðandi sæborgin úr samnefndrí kvikmynd James Cameron frá 1984, Robocop er hin mannlega véllögga í samnefhdri mynd Paul Verheoven frá 1987, Ellen Ripley var klónuð í fjórðu T/z'e?z-kvikmyndinni, Alien Resurrection (Jean- Pierre Jeunet 1997) og replikantamir eru úr skáldsögu Philip K. Dick, Do Androids Dream ofElectric Sheep? (1968), kvikmynduð sem Blade Runner (Ridley Scott 1982). 22 í Spares er sköpun utan móðurlífs „fullkomnari" að því leyti að gert er ráð fyrir að klóninn sé heifl og í lagi, en sömuleiðis er sá möguleiki gefinn að bamið sé - eða verði - gallað. Þannig verður klóninn næstum að frummynd, réttari útgáfunni af af- kvæmi föðurins. Þetta leiðir síðan beint í umræðuna um erfðabætt böm, en í fjöl- miðlaumræðunni, jafnt sem hinni fræðilegu, koma greinilega ffam áhyggjur hvað varðar slíkt fikt við fósturefhi. Sjá t.d. grein á Jane Perrone, „Human cloning“ á vef Guardian Unlimited, www.guardian.co.uk, en henni lýkur á þessum orðum: „There are many ethical arguments for a ban, including fears that cloning humans will lead to „designer babies“ with genetic traits selected by their parents, or a black market for embryos, and the creatdon of a „genetic underclass“. Hér, eins og víðar, er vísað - beint eða óbeint - til bókmennta og kvikmynda um slíkar róttækar erfðabreyting- ar á fólki, skáldsagna eins og Brave Neiv World Aldous Huxleys (1932) og kvikmynda eins og Gattaca (Andrew Niccol, 1998). 23 Sjá Otto Rank, The Double: A Psychoanalytic Study (1925) þýð. H. Tucker, Jr. Lond- on, Mansfield Library 1989 og sjá líka Sigmund Freud, „The Uncanny" (1919), í Art and Literature, vol. 4, The Pelican Freud Library, þýð. Jame Strachey, ritstj. Al- bert Dickson, Harmondsworth, Penguin 1988. 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.