Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 68

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 68
JON OLAFSSON Dewey, James og Peirce hafi ekki aðhyllst vísindafélagshyggju (e. social constructionism) má vissulega sjá móta fyrir slíkri stefnu í hinni almennu hugmynd um tengsl vísinda við hversdagslega reynslu. Þessi hugmynd felur lfka í sér ákveðinn fyrirboða um vísindagagnrýni póst-strúktúralista sem setja vísindi og vísindalega þekkingu í samband við valdakerfi þjóð- félagsins.21 Þróunarkenningin er í eðli sínu and-útópísk kenning vegna þess að hún losar manninn undan oki undirstaðna og markmiða. Staða manns- ins í heiminum verður ekki skýrð með öðru en þróunarlegu ferli og þrátt fyrir að hægt sé að fella þróun mannsins að tilteknum lögmálum, gefa þessi lögmál ekkert fyrirheit um ffamtíðina. Það er ekki fyrr en maður- inn horfist í augu að tilvera hans einkennist af óvissu, togstreitu og vafa sem hann er fær um að sjá þekkingu í réttu ljósi.22 Þannig verður endan- legur sannleikur, endanlegt samkomulag að hugsýn en ekki markmiði. Lokatakmark vísinda má hugsa sér svo, að þá ríki endanlegt samkomu- lag á milli „allra sem rannsaka“. En það er aðeins takmark að svo miklu leyti sem hægt er að hugsa sér takmark endalausrar rannsóknar.23 Vísindi og kennivald Tvíþætt hlutverk vísindanna sem birtist jafnt í traustum niðurstöðum sem því að bægja frá gölluðum fullyrðingum, hefur löngum þótt greina nútímavísindi frá annarra tíma rannsóknaraðferðum. Það er nærtækt að benda á hliðstæðuna á milli þessara einkenna vísindalegrar aðferðar og frjálslyndishefðar í stjórnmálum sem hefur orðið til og þróast á nokkurn veginn sama tíma. Frjálslyndi í stjórnmálum, hvort sem um er að ræða hægri- eða vinstrihneigt frjálslyndi hefur ekki síður það hlutverk að bægja skoðunum ffá en að halda þeim ffam. Þetta einkenni þeirra gerir sjálfsgagnrýni að nauðsynlegum þætti frjálslyndra stjórnmálakenninga. Pólitísk umræða grefur því stöðugt undan kennisetningum. Sú þróun í listum sem Danto kemur auga á og lýsir í ritum sínum á margt sameig- inlegt með þessu. Að listrin verði heimspeki merkir þá ekki annað en það 21 Sjá Paul Rabinow ritstj. 1984, Foucault Reader (Pantheon books, New York) bls. 73-74 og víðar. 22 John Dewey 1929, bls. 36-38. 23 Sjá Charles Peirce 1871, „Fraser’s The Wörks of George Berkeley“, The Essential Peirce, I. bindi, (Indöna University Press, Bloomington, 1992) bls. 90. 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.